Jason Dufner
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2013 | 14:00

Jason Dufner í augum Amöndu – frábær Skyline Chili uppskrift

Jason Dufner er alltaf að verða þekktari kylfingur, en það er ekkert allt of langt síðan að ekki nokkur maður vissi hver Dufner er.

Áhuginn á Dufner, sem áður var bara þekktur fyrir að vera með hár sem stóð út í allar áttir, var með skrítið vagg út á velli sem hægt og stöðugt leiddi í pottþétta sveiflu jókst hægt og rólega og hefir aukist sérstaklega eftir sigur hans á PGA Championship.

Jason Dufner með Wanamaker bikarinn eftir sigurinn á PGA Championship

Jason Dufner með Wanamaker bikarinn eftir sigurinn á PGA Championship

Áður var hann bara þekktur fyrir að giftast Amöndu 5. maí 2012, sem mörgum þótti alltof flott fyrir þennan „nörd“ sem Dufner þótti.

Dufner var m.a. inntur eftir þessu i sjónvarpsþætti Howard Stern og er fyrstur manna til að játa þessu.

En það sýnir bara að fagrar konur falla alltaf fyrir þeim sem þeim þykja góðir, en Jason Dufner er á topp-10 á lista Golf Digest yfir kylfinga sem þykja „góðu gæjarnir“ á túrnum.

Og það er eitthvað einstaklega viðkunnanlegt við Dufner – hann hleypti m.a. af stað  „dufnerast“ æðinu í mars fyrr á árinu, þar sem hann sat upp við vegg í barnaskóla og á sinn heiðarlega hátt hundleiddist PR vinnan sem kylfingar á PGA Tour verða að taka þátt í.   Allir á PGA Tour og fleiri þekktir fóru að „dufnerast“ og menn skemmtu sér konungslega og Dufner var á góðri leið með að fá „trúðs“ stimpilinn á sig

En hver er Dufner í raun?

Amanda og Jason Dufner á brúðkaupsdaginn

Amanda og Jason Dufner á brúðkaupsdaginn

Nú vita allir a.m.k. þeir sem fylgja hvað nánast með öllu í golfheiminum að Dufner heitir fullu nafni  Jason Christopher Dufner  og er fæddur 24. mars 1977 í Cleveland, Ohio og varð því 36 ára á árinu.  Hann er 1,78 á hæð og er útskrifaður hagfræðingur frá Auburn University, en hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu og 4 ár sín í háskóla.

En hvað veit fólk um Dufner umfram það? Eflaust fátt. En hver væri þá betri til að lýsa Dufner en eiginkona hans, Amanda?

Í eldra viðtali Amöndu við golffréttamiðil var hún beðin að lýsa nokkrum eiginleikum í fari eiginmanns síns.

Hér birtast glefsur úr fremur löngu og ítarlegu viðtali við Amöndu:

1 Sem barn var Jason uppnefndur „Hot Dog“ (Einn með öllu!) kannski vegna þess að hann var svo hrifinn af hafnarbolta og körfubolta (á slíkum leikjum í Bandaríkjunum er etið mikið af „Einum með öllu“) eða kannski líka sagði Amanda vegna þess að hann elskar Coca Cola (sem er nauðsynleg með pylsum!)

„Hann myndi drekka 10 dósir af kóki ef ég leyfði honum það“ segir Amanda.

Jason Dufner finnst tómatar ógeðslegir!

Jason Dufner finnst tómatar ógeðslegir!

Jason finnst tómatar ógeðslegir en hann er mjög hrifinn af bandarískum ruðningsbolta og fylgist með fótboltaliði Auburn háskóla eins og það sé fjölskylda hans.

Hann elskar að borða þýskan mat vegna þess að afi hans og amma eru þýsk og sem barn borðaði hann oft þýskan mat.

Amanda segir jafnframt í viðtalinu að Jason Dufner sé einn skipulagðasti maðurinn sem hún þekki. „Hann býr til minnislista yfir allt. Hann er með þá á sér í stórum skrifblokkum og er með þá á „back up“ á tölvunni sinni.

Amanda segir að Dufner hafi að sjálfsögðu ekki alist upp í Suðurríkjum Bandaríkjanna en hann sé sannur herramaður sem  t.d. „opnar alltaf dyrnar fyrir mig.“

Í skarpri andstæðu við þann alvarlega náunga sem við sjáum í sjónvarpinu úti á einhverjum golfvellinum þá segir Amanda að hann „sé svo fyndinn. Ef hann kynnist þér þá mun hann fá þig til að hlægja að eilífu.“ segir hún um mann sinn.

Jason Dufner les ekki dagblöð en kíkkar á fréttirnar á iPad-inum sínum á hverjum morgni þ.á.m. slúðurfréttirnar á TMZ (sem m.a. var stórtækt í fréttum um Dufner að „dufnerast.“

Amanda segir jafnframt eiginmaður hennar sé tölfræðifíkill hvað snerti allskyns íþróttir, ekki bara golf. „Hann getur svarað flóknustu spurningum um jafnvel eitthvað algerlega óþekkt íþróttalið og hann safnar líka íþrótta minnisgripum!“  Hann er stundum með þessa minnisgripi á sér ef það er minnsti möguleiki á að hann fái þá áritaða.“

Amanda segir að Jason Dufner elski að fara í dýragarða og geti varið klukkutímum í að horfa bara á eitt dýr.

„Hann getur heldur ekki beðið eftir að verða pabbi,“ segir Amanda og brosir. „Ég held að hann muni verða frábær í föðurhlutverkinu. Það er honum sem köllun.“

Þar sem Dufner er frá Ohio elskar hann Skyline Chili (en Skyline Chili er keðja veitingastaða, sem stofnuð var 1949 í Ohio af grískum innflytjanda Nicholas Lambrinides og hefir m.a. á boðstólum eitt besta Chili-ið eins og nafnið bendir til og þótt víðar væri leitað).

Skyline Chili

Skyline Chili

Hér fylgir uppskrift af Skyline-Chili sem  alveg er þess virði að prófa t.a.m. þessa helgi:

Uppskriftin er fyrir 6 – Það tekur um 20 mín í undirbúning og 4 tíma í eldun:

900 ml af köldu vatni

900 grömm af hakki

2 bollar af stöppuðum tómötum

2 laukar skornir smátt

4 hvítlauksrif

1 tsk Worcestershire sauce

1 tsk ósætt kakó

100 gr af chilli dufti

1 tsk af Cayenne pipar

1 tsk af cumin

1 msk af eplaediki

1 lárviðarlauf

1 tsk kanil

1 1/2 tsk salt

(Spaghetti soðið – ef vill – sjá hér á eftir)

Aðferð:

Vatn og hakk er sett í pott og látið smásjóða á hellu í 30 mínútur. Síðan er kryddunum bætt við.

Látið malla loklaust í 3 tíma – bætið við vatni ef Chili-ið verður of þykkt.

Á Cincinnati „Skyline“ Chili er hægt að panta útgáfur ýmsar útgáfur af Chili (í 5 stigum – líkt og „ein með öllu“ hjá okkur):

Hér fer „The Cincinnati „Skyline“ Chili Ordering Code“:

1-way: Þá fær maður „bara“ Chili-ið (sem er alveg nógu gott eitt sér!

2-way: chili borið fram með spaghetti

3-way: chili, spaghetti, og rifinn Cheddar ostur

4-way: chili, spaghetti, Cheddar ostur, og hrár laukur

5-way: chili, spaghetti, Cheddar ostur, hrár laukur, og soðnar nýrnabaunir (ens. kidney beans)

Skyline „með öllu“ er borið fram með einskonar Ritz kexi sem þó er fínlegra og nefnist „oyster crackers“ á ensku.

Bestur er Skyline-inn MEÐ ÖLLU!!!

„Jason er svo hrifinn af Skyline Chili að við verðum að fara oft að borða á þeim stöðum þegar túrinn er í nálægð við veitingakeðjuna,“ sagði Amanda. „Sérstaklega er hann hrifinn af staðnum í Tampa (Flórída). Í ár átum við 4 daga í röð á þeim stað!!!  (INNSKOT: Það er alveg jafngott að búa Chili-ið til sjálfur, það eina neikvæða er hversu langan tíma það tekur að búa það til – Það er í lagi að frysta Chili-ið, eiga það t.a.m. í smáskömmtum og hita það upp.

Milljónamæringur á borð við Dufner lætur auðvitað eftir sér að fara út að borða á „óríginalinu“ þar sem Chili-ið er rosalega gott

En hvað með Dufner og bíla? Amanda svaraði: „Sem barn var honum keyrt út um allt í Dodge Challenger pabba síns.  Það var alltaf draumur hans að láta gera þannig Dodge bíl upp og það gerði hann!

Dodge Challenger

Dodge Challenger

Á Dufner sér einhver áhugamál?

Skv. Amöndu er Jason mjög áhugasamur um uppbyggingastarf hjá golfliðum Auburn University. Hann elskar að hjálpa strákunum á hvern þann hátt sem hann getur.  Ég hugsa stundum að þegar hann hættir í keppnisgolfi þá gæti hann átt framtíð í að verða einskona ráðgjafi liðsins.

Loks segir Amanda um manninn sinn:

„Hann er einn sá tryggasti sem ég þekki!“

Hann heldur tryggði við það sem honum líkar vel við. Þannig er hann t.d. búinn að vera með sama kylfusvein í 12 ár og meirihluta vina sinna hefir hann átt í mörg ár og hann er alltaf trúr þeim liðum, sem hann hefir spilað í hvort sem er í háskóla eða atvinnumennskunni!“