Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2013 | 18:08

Frægir kylfingar: Justin Bieber spilaði golf ber að ofan!

Skv. fréttamanninum Mike Vulpo á E! notaði kanadíska poppstjarnan Justin Bieber tímann milli tónleika á alþjóðlega „Believe“ túrnum sínum til þess að spila golfhring ber að ofan!

… til mikillar gleði fyrir þá fulltrúa ungu kvenkynslóðarinnar sem til sáu og nokkurra annarra.

Í frétt E! segir m.a.:

„Þegar sólin fór að setjast leitaði hinn 19 ára Bieber á vit síðdegis golfævintýrins.  Jafnvel þó hann hafi ekki haldið sig að golffatnaðarforskriftum, en hann var ber að ofan og í skærrauðum stuttbuxum með der í stíl, þá var hann alveg til í smá æfingu. Með kylfu í hendi vann Biebs í baksveiflu sinni og sló þó nokkra bolta út í buskann.“

Ef Bieber lætur sjá sig í golfklúbbum er allt eins von á að þeir fyllist af aðdáendum hans og eftir að það spyrst út að hann sé í golfi á golfið eftir að verða enn vinsælla (ef það er hægt?)