Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2013 | 10:00

PGA: Stadler leiðir á Barclays

Það er bandaríski kylfingurinn Kevin Stadler sem leiðir á The Barclays á Liberty National golfvellinum í New Jersey, en mótið hófst í gær.

Stadler lék á 7 undir pari, 64 höggum.

Í 2. sæti eru 3 kylfingar: Camilo Villegas, Henrik Stenson og Ryan Palmer en þeir spiluðu allir á 65 höggum.

Enn öðru höggi á eftir eru Jason Day og Matt Kuchar.  Tiger er síðan einn af 6 kylfingum sem er deila 6. sæti; allir búnir að spila á 67 höggum. Tiger er að spila vel þrátt fyrir meiðsl í hálsi og baki.

Nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy er sem fyrr heillum horfinn – lék á 71 höggi eða sléttu pari og deilir 63. sætinu.  Hann verður að hafa sig allan við til að komast í gegnum niðurskurð!

Til þess að sjá stöðun eftir 1. dag á The Barclays SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á 1. degi The Barclays SMELLIÐ HÉR: