
Risamótsstjörnur ánægðar með breytingar á Liberty National
FedExCup umspilið hefst í dag og fyrsta mótið, The Barclays snýr aftur á Liberty National í New Jersey.
Miklar breytingar hafa verið gerðar á vellinum og svo virðist sem risamótsstjörnur golfsins leggi blessun sína yfir þær, en nú er spilað í fyrsta sinn á The Barclays á vellinum frá árinu 2009.
Þegar mótið var haldið 2009 voru leikmenn ekkert of hrifinir af allt of bylgjóttum, illlesanlegum flötum og háum karga.
Nú hefir 15 af 18 holum vallarins verið breytt.
„Þeir hafa gert nokkrar góðar breytingar á vellinum,“ sagði Tiger eftir 9 holu Pro-Am hring sinn í gær. „Nú eru ný lendingarsvæði …. breytingar hafa verið gerðar á flötunum …. og nokkrar glompur hafa verið endurstaðsettar, en þeir hafa gert nokkrar góðar, jákvæðar umbætur á vellinum.“
Það er allt annað hljóð í stroknum hjá Woods nú en 2009 þegar hann lýsti vellinum sem „áhugaverðum“ en missti 2,5 metra pútt fyrir fugli í umspili við Heath Slocum á 72. holu.
Núverandi meistari The Masters gat ekki fundið vellinum neitt til foráttu.
„Völlurinn er í fullkomnu ástandi,“ sagði Adam Scott. „Það er ekki skýrt í minningunni hvernig völlurinn var í síðasta sinn. En augljóslega var hann gagnrýndur mjög, en það var ekkert of brjálæðislegt sem ég sá úti hér í dag. Þannig að ef eitthvað var af þá hafa þeir staðið sig vel í að laga hann. Og ef ekki, þá held ég að við séum öll klikkuð!“
Breytingarnar hlutu líka samþykki sigurvegara PGA Championship, Jason Dufner.
„Þeir gerðu nokkrar breytingar frá því að við vorum hér síðast og ég held að þær séu til hins betra,“ sagði Dufner m.a. „Ég elska hvernig völlurinn er staðsettur … ég veit að það var mikið af neikvæðum ummælum um völlinn 2009, en af því sem ég sá í gær þá hafa miklar endurbætur verið gerðar.“
Öll jákvæðu ummælin nú hljóta að vera léttir fyrir þá sem stóðu að breytingum á Liberty National og örugglega líka PGA Tour.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024