Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2013 | 10:00

LPGA: Ko hefur titilvörn sína á að vera í 1. sæti ásamt Stanford og Boeljon

Hin unga Lydia Ko hóf í gær titilvörn sína á CN Canadian Open.  Og hún byrjar vel; er í 1. sæti eftir 1. dag ásamt bandaríska kylfingnum Angelu Stanford og hollenska kylfingnum Christel Boeljon.

Þær Ko, Stanford og Boeljon léku allar á 5 undir pari, 65 höggum.

Aðeins 1. höggi á eftir í 4. sæti eru þær Paula Creamer og Cristie Kerr á 4 undir pari, 66 höggum.  Fjórar eru síðan í 6. sæti þ.á.m. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Inbee Park og Karine Icher frá Frakklandi.

Hvorki fleiri né færri en 10 kylfingar léku á 2 undir pari, 68 höggum og deila þær 10. sæti, en þ.á.m. er Caroline Hedwall.

Hópur 13 kylfinga deilir síðan 20. sætinu, en allar í þeim hóp léku á 1 undir pari, 69 höggum.  Í þessum hópi eru m.a. hin 17 ára Charley Hull, hin 49 ára Laura Davies og „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á CN Canadian Open SMELLIÐ HÉR: