Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2013 | 20:00

Kanadískur kylfingur sló bolta í sig

Þrír kylfingar á kanadísku PGA Tour, Alex Carrigan, Chris Killmer and JJ Regan fóru í Upper Canada Village til þess að búa til kynningarmyndskeið fyrir Great Waterway Classic mótið i Cornwall, Ontaríó í Kanada.

Málið var að þeir áttu að slá bolta og svo átti að virðast sem boltinn kæmi úr einni fallbyssunni í Upper Canada Village.

JJ Regan dúndraði boltanum í lágan múrsteinsvegg og boltinn endursentist aftur í hann. Sársaukafullt!!!

En best er að skoða högg Regan í meðfylgjandi myndskeiði. SMELLIÐ HÉR: