Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2013 | 20:45

Evróputúrinn: Gonzalez og Wiesberger leiða á Gleneagles

Í dag hófst á Gleneagles golfstaðnum í Skotlandi Johnnie Walker Championship.

Eftir 1. dag eru það Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Argentínumaðurinn Ricardo Gonzalez sem leiða.

Báðir eru þeir Wiesberger og Gonzalez búnir að spila á 7 undir pari, 65 höggum.

Þriðja sætinu aðeins 1 höggi á eftir á 6 undir pari, deila hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar þ.á.m. Thongchai Jaidee. 

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag Johnnie Walker mótsins SMELLIÐ HÉR: