Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 18:00

Evrópumótaröðin: Bourdy bestur í Wales

Frakkinn Grégory Bourdy sigraði í ISPS Handa Wales Open í dag. Hann spilaði samtals á 8 undir pari, 276 höggum (67 72 7o 67). Bourdy átti 2 högg á forystumann gærdagsins, Titleist erfingjann bandaríska Peter Uihlein, sem lauk keppni á samtals 6 undir pari, 276 höggum (69 70 67 72). Í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir Uihlein varð síðan Daninn Sören Kjeldsen. Með sigrinum sem er sá 4. hjá Bourdy á Evrópumótaröðinni fer hann upp um 53 sæti á heimslistanum úr 173. sætinu í 120. sætið.  Bourdy er fyrsti Frakkinn til þess að sigra ISPS Handa Wales Open. Til þess að sjá úrslitin á ISPS Handa Wales Open Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 17:30

Eimskipsmótaröðin (6): Kristján Þór og Valdís Þóra efst eftir fyrri hring

Nettó-mótaröðin hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru en mótið er síðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár. Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ lék frábærlega á fyrri hring. Kristján Þór lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er efst í kvennaflokki. Valdís lék fyrri hringinn í mótinu á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari. Hún er með þriggja högga forystu á næstu fjórar sem deila 2. sætinu. Staða efstu kylfinga eftir 18 holur: Karlaflokkur: 1. Kristján Þór Einarsson, GKJ 69 -3 2. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 72 par 3.-4. Benedikt Sveinsson, GK 74 +2 3.-4. Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 13:30

ISPS Handa Wales Open í beinni

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er ISPS Handa Wales Open. Leikið er í Celtic Manor Resort þar sem Ryder Cup 2010 fór fram og lið Evrópu vann sællar minningar undir stjórn Monty. Meðal þátttakenda dagsins eru heimamaðurinn Liam Bond, sem er að gera góða hluti enda þekki hann Celtic Manor út og inn, Frakkinn Grégory Bourdy, sem er búinn að vera sjóðheitur í mótinu, Daninn Sören Kjeldsen og Gonzo, þ.e. Spánverjinn högglangi Gonzalo Fdez-Castaño.  Fyrir lokahringinn er það Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein, sem leiðir.  Stendur hann uppi sem sigurvegari í dag eða einhverra ofangreindra? Til þess að sjá ISPS Handa Wales Open í beinni SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 11:00

Stenson með lægsta hring ferilsins

Henrik Stenson átti í gær lægsta skor á ferli sínum 8 undir pari, 63 högg. Á hringnum missti Stenson hvergi högg, fékk 8 fugla og 10 pör. Glæsiskorið kom honum upp í 2. sætið á Deutsche Bank Championship á TPC Boston. „Ég er farinn að ganga á varabatteríin og náði mér þar að auki í kvef fyrir nokkrum dögum,“ sagði Stenson, sem líkt og aðrir stjörnukylfingar er orðinn ansi „veðraður“ á þessum árstíma, þreyttur og búinn að ganga fram af sér. „Ég hélt að ég myndi ekki fá mikið úr þessu móti, en varið ykkur bara á þessum veika og meidda kylfingi!!!“ „Ég hef sagt það svo oft s.l. tvo Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 10:30

Frábært flopp-högg Mickelson

Á 2. hring Deutsche Bank Championship átti Phil Mickelson frábært flopp-högg úr karga á par-3 11. brautinni á TPC Boston. Hann setti boltann úr um 35 metra fjarlægð á innan við 1 meter frá stöng og átti því auðvelt par-pútt. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 08:30

LPGA: Yani Tseng efst

Það er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng, sem aftur er farin að láta að sér kveða. Hún situr nú í 1. sæti fyrir lokahring Safeway Classic í Oregon, búin að spila á samtals 18 undir pari, 198 höggum (67 68 63). Hún á einkum glæsihring gærdagsins upp á 63 högg að þakka 1. sætið hring þar sem hún fékk 11 fugla og 2 skolla. Í 2. sæti 3 höggum á eftir, eru forystukona gærdagsins Pornanong Phattlum frá Thaílandi og norska frænka okkar, Suzann Pettersen. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Safeway Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 23:40

Garcia leiðir á Deutsche Bank

Það er spænski kylfingurinn Sergio Garcia sem leiðir eftir laugardaginn á Deutsche Bank Championship. Hann er samtals búinn að spila á 13 undir pari (65 64). Í 2. sæti eru Henrik Stenson og Roberto Castro aðeins 1 höggi á eftir. Fjórða sætinu deila síðan Matt Kuchar og Jason Dufner á samtals 10 undir pari, hvor. Justin Rose, Jordan Spieth og Harris English deila síðan 6. sætinu á 9 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 23:00

„I have a dream“

Nú í vikunni, nánar tiltekið þann 28. ágúst s.l. voru nákvæmlega 50 ár síðan að Martin Luther King sagði þessi sögufrægu orð, sem fleyg eru orðin í ræðumennsku: „I have a dream“ eða „Ég á mér draum.“ Þótt ótrúlegt sé þá tók  þessi fræga ræða MLK aðeins undir 17 mínútum í flutningi, hún var 1651 orð og MLK var aðeins 34 ára. Erindi ræðunnar á samt þá sem nú, 50 árum síðar, erindi við okkur. MLK átti sér þann draum að öllu kynþátta- sem annarri mismunun og misrétti yrði eytt í heiminum. Hvaða erindi á ræða sem þessi í golfi? Jú, ef við hugsum okkur um, þá er misréttið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 22:00

Eimskipsmótaröðin (6): Nettó-mótið stytt

Á morgun, 1. september fer fram síðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni 2013. Leikið verður á Hólmsvelli í Leiru, í Keflavík. Mótið átti upphaflega að vera hefðbundið 54 holu mót en hefir verið stytt í 36 holu mót vegna veðurs.  Áætlað er að leika allar 36 holurnar á morgun! Skráðir til leiks eru 71, 50 karlkylfingar og 21 kvenkylfingar: Konurnar sem þátt taka eru: 1 Anna Sólveig Snorradóttir GK 2 Eva Karen Björnsdóttir GR 3 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 4 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 5 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 6 Halla Björk Ragnarsdóttir GR 7 Hansína Þorkelsdóttir GKG 8 Heiða Guðnadóttir GKJ 9 Hildur Rún Guðjónsdóttir GK 10 Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 21:30

Afmæliskylfingur dagsins: Gísli Sveinbergsson – 31. ágúst 2013

Það er Gísli Sveinbergsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Gísli er fæddur 31. ágúst 1997 og er því 16 ára í dag. Gísli er afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gísli er í afrekshóp völdum af landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni.  Hann var því m.a. einn af þeim sem fóru í æfingaferð til Eagle Creek í ársbyrjun 2012, þá Íslandsmeistari 14 ára og yngri í holukeppni í strákaflokki. Gísli tók þátt í Páskamóti Hellishóla í apríl 2012. Þátttaka hans þar hefir vafalaust verið liður í undirbúningi fyrir mót Unglingamótaraðar Arion banka 2012 – en Gísli varð í 5. sæti á Þverárvelli það ár, en mótið þar var 2. mót Unglingamótaraðarinnar það ár! Lesa meira