Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 17:30

Eimskipsmótaröðin (6): Kristján Þór og Valdís Þóra efst eftir fyrri hring

Nettó-mótaröðin hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru en mótið er síðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár.

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ lék frábærlega á fyrri hring. Kristján Þór lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er efst í kvennaflokki. Valdís lék fyrri hringinn í mótinu á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari. Hún er með þriggja högga forystu á næstu fjórar sem deila 2. sætinu. Staða efstu kylfinga eftir 18 holur:

Karlaflokkur:
1. Kristján Þór Einarsson, GKJ 69 -3
2. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 72 par
3.-4. Benedikt Sveinsson, GK 74 +2
3.-4. Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE 74 +2

Kvennaflokkur:
1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 75 +3
2.-5. Signý Arnórsdóttir, GK 78 +6
2.-5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 78 +6
2.-5. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG 78 +6
2.-5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 78 +6