Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 08:30

LPGA: Yani Tseng efst

Það er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng, sem aftur er farin að láta að sér kveða.

Hún situr nú í 1. sæti fyrir lokahring Safeway Classic í Oregon, búin að spila á samtals 18 undir pari, 198 höggum (67 68 63).

Hún á einkum glæsihring gærdagsins upp á 63 högg að þakka 1. sætið hring þar sem hún fékk 11 fugla og 2 skolla.

Í 2. sæti 3 höggum á eftir, eru forystukona gærdagsins Pornanong Phattlum frá Thaílandi og norska frænka okkar, Suzann Pettersen.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Safeway Classic SMELLIÐ HÉR: