Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 20:00

Hunziker – módel sem spilar golf

Michelle Hunziker, 36 ára (fædd. 24. janúar 1977) varð fyrst fræg á því að vera sjónvarpsþáttastjórnandi í Sviss og Ítalíu, en er líka þekkt sem módel, söng- og leikkona. Mamma hennar er hollensk en pabbi hennar svissnesk/þýskur.  Hunziker sjálf er ítalskur ríkisborgari. Nú hefir Michelle tekið upp nýtt áhugamál, sem er golfið.  Engum sögum fer þó af forgjöf hennar eða mótum sem hún hefir tekið þátt í, en hún mun þó vera býsna vinsæl í Pro-Am mót og ýmis góðgerðar- og styrktarmót. Ástæða þess að Hunziker skaut upp á stjörnuhimininn á sínum tíma er að hún var gift ítalska söngvaranum Eros Ramazotti á árunum 1998-2009 og eiga þau eina dóttur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 19:00

Evróputúrinn: Uihlein efstur fyrir lokahring ISPS Handa Wales Open

Það er Titleist erfinginn bandaríski Peter Uihlein, sem hefir verið að gera það gott á Evrópumótaröðinni þetta keppnistímabil sem hefir lætt sér í efsta sætið á ISPS Handa Wales Open, sem leikið er á Ryder Cup vellinum 2010, Celtic Manor. Nú deginum fyrir lokahringinn, er Uihlein á samtals 7 undir pari, 206 höggum (69 70 67) og hefir 3 högga forystu á þá sem næstir koma, þ.e. Frakkana Grégory Bourdy og Thomas Levet, sem báðir eru á 4 undir pari, hvor. Þrír kylfingar deila síðan 4. sætinu hver á 3 undir pari samtals þ.e. þeir: Rafa Cabrera Bello frá Kanarí-eyjum, Hollendingurinn Joost Luiten og Svíinn Peter Hedblom. Uihlein vann einmitt fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 18:00

Nokkrar ögrandi golfmyndir

Golf Digest hefir sett saman myndaseríu 13 mynda sem þeir nefna „Provocative golfimages“ eða þýtt lauslega yfir á okkar ilhýra „Ögrandi golfmyndir.“ Tilefni birtingar myndanna var að fréttst hafði að golfgoðsögnin 78 ára Gary Player ætlaði að sitja nakinn fyrir en ein myndin er eitt stórt spurningamerki, en þegar myndaserían var sett saman var Body Issue blað SI ekki komið út.  Hér má bæta úr því og rifja upp hvernig myndin af Player leit út: Þarna gefur að finna nokkrar skemmtilegar golfmyndir frá ýmsum tímum af kylfingum, sem yngstu kylfingar, dagsins í dag kannast e.t.v. ekki við. Þarna er m.a. mjög „kynæsandi“ eða „ögrandi“ mynd af Tom Kite 🙂 Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 13:30

Mikill vill meira

Jason Dufner talar í líkingamáli þegar hann talar um PGA Tour: „Það er svona 1-2 prósent sólskin á Túrnum en afganginn rignir.“ „Það er hægt að eiga algera lágpunkta hér (á Túrnum). En ef litið er á hina strákana þá gerir maður sér grein fyrir að allir ganga í gegnum slæma tíma.“ En það eru einmitt slæmu tímarnir sem gera þá góðu þeim mun sérstakari og það er ekki langt síðan að Dufner átti einn slíkan hápunkt ferils síns – sigur á PGA Championship í Oak Hill CC. Aðeins viku eftir að Dufner sneri aftur heim til sín í Auburn, Alabama var hann aftur farinn að keppa þ.e. á  Liberty Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 12:00

Blumenherst hættir á LPGA til að geta verið með eiginmanni sínum

Amanda Blumenherst  hefir verið í tilfinningalegu ójafnvægi mikinn hluta keppnistímabilsins. Amanda, sem sigraði á US Amateur Championship árið 2008, elskar golf og er að lifa draum, sem stúlkur um allan heim dreymir; hún spilar á LPGA, mótaröð bestu kvenkylfinga heims. Golfið hefir verið  stærsti hluti lífs hennar, allt hennar líf …. en nú ætlar hún að hætta. Hún var farin að segja vinkonum sínum á Safeway Classic, sem fram fer í Portland, Oregon, Bandaríkjunum nú um helgina að hún ætli að hætta í lok keppnistímabilis. Hætta á LPGA, sem allar dreynir að spila á?  Draum sem Amanda sjálf hefir átt frá blautu barnsbeini og er að rætast nú þegar hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 00:30

LPGA: Inbee Park ekki með í Safeway Classic – Paula Creamer dró sig úr mótinu

Athygli vekur að nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park spilar ekki á Safeway Classic. Hún dró sig úr mótinu s.l. þriðjudag og sagði ástæðuna vera veikindi.  Inbee sem hefir unnið 6 sinnum á keppnistímabilinu þ.á.m. fyrstu 3 risamót ársins sagði m.a. eftirfarandi í fréttatilkynningu eftir að hún dró sig úr Safeway Classic: „Ég er vonsvikin að mér sé ekki kleift að spila í Portland í þessari viku vegna veikinda. Safeway er svo sterkur stuðningsaðili mótaraðarinnar okkar og ég hlakka alltaf til að spila fyrir framan áhorfendur í Oregon.“ Önnur sem dregið hefir sig úr mótinu er Paula Creamer sem nú nýlega var valin kynþokkafyllsti kvenkylfingurinn á LPGA mótaröðinni af 3000 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2013 | 23:59

Afmæliskylfingar dagsins: Francisco Abreu og Beth Bader – 30. ágúst 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru  spænski kylfingurinn Francisco Abreu og bandaríski kylfingurinn Beth Bader. Francisco  fæddist  30. ágúst 1943 og á því 70 ára merkisfamæli í dag. Hann vann tvívegis á Evrópumótaröðinni. Beth Bader hins vegar fæddist í Davenport, Iowa 30 ágúst 1973 og á því 40 ára stórfafmæli í dag. Hún hefir spilað á LPGA frá árinu 2000 og þó að besti árangur hennar í móti sé aðeins T-4 árangur í Corning Classic mótinu 2007 þá hefir hún unnið sér inn yfir $1 milljón bandaríkjadollara í verðlaunafé. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: danski kylfingurinn  Amanda Moltke-Leth, 30. ágúst 1976 (37 ára)  ….. og …..   Ingibjörg Snorradóttir (62 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2013 | 19:55

LPGA: Pornanong leiðir enn á Safeway

Pornanong Phatlum frá Thaílandi leiðir á Safeway Classic mótinu nú þegar það er hálfnað. Hún er samtals búin að leika á 14 undir pari, 130 (64 66). Í 2. sæti sem stendur er Suzann Pettersen, sem átti glæsihring í dag upp á 63 högg, eins og Phil Mickelson!!! Samtals er Suzann búin að spila á 13 undir pari, 131 höggi (68 63). Þó nokkrar eiga eftir að ljúka leik þegar þetta er skrifað kl. 19:55 og því getur staðan enn breyst. Til þess að sjá stöðuna á Safeway Classic þegar mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2013 | 19:40

Mickelson með 63 á TPC Boston

Phil Mickelson átti glæsibyrjun á Deutsche Bank Championship á TPC Boston golfvellinum í Norton, Massachusetts. Hann spilaði fyrri 9 á glæsilegum 7 undir pari, 28 höggum en tókst aðeins að bæta við 1 fugli á seinni 9, þannig að töfraskorið 59 náðist ekki í þetta sinn. En engu að síður eru 63 högg stórglæsileg á TPC Boston.  Vallarmetið á TPC Boston er 61. Tiger Woods og Adam Scott sem voru í ráshóp með Mickelson voru með 68 ig 73 högg. Til þess að fylgjast með skorinu á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2013 | 19:15

Evróputúrinn: Bond efstur í hálfleik

Heimamaðurinn Liam Bond hefir tekið forystuna á ISPS Wales Open, en hann er samtals búinn að spila á samtals 5 undir pari, 137 höggum (69 68) eftir 2 hringi. Í 2. sæti á 4 undir pari, 1 höggi á eftir Bond eru forystumaður gærdagsins Espen Kofstad frá Noregi og Tjaart Van Der Walt frá Suður-Afríku. Það eru síðan 5 kylfingar sem deila 4 sæti á samtals 3 undir pari en þeirra á meðan er Ryder Cup fyrirliði Evrópu 2014, Paul McGinley. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði eru José Maria Olazabal, Thorbjörn Olesen, Francesco Molinari og Miguel Ángel Jiménez. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á ISPS Wales Lesa meira