Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 23:40

Garcia leiðir á Deutsche Bank

Það er spænski kylfingurinn Sergio Garcia sem leiðir eftir laugardaginn á Deutsche Bank Championship.

Hann er samtals búinn að spila á 13 undir pari (65 64).

Í 2. sæti eru Henrik Stenson og Roberto Castro aðeins 1 höggi á eftir.

Fjórða sætinu deila síðan Matt Kuchar og Jason Dufner á samtals 10 undir pari, hvor.

Justin Rose, Jordan Spieth og Harris English deila síðan 6. sætinu á 9 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: