Gísli Sveinbergsson, GK, Icelandic Champion in Match Play in the category of boys 15-16 claimed 2nd place in Vierumäki, Finland after sudden death
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 21:30

Afmæliskylfingur dagsins: Gísli Sveinbergsson – 31. ágúst 2013

Það er Gísli Sveinbergsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Gísli er fæddur 31. ágúst 1997 og er því 16 ára í dag. Gísli er afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.

Gísli er í afrekshóp völdum af landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni.  Hann var því m.a. einn af þeim sem fóru í æfingaferð til Eagle Creek í ársbyrjun 2012, þá Íslandsmeistari 14 ára og yngri í holukeppni í strákaflokki.

Unglingarnir í æfingaferð GSÍ til Eagle Creek 2012.

Unglingarnir í æfingaferð GSÍ til Eagle Creek 2012.

Gísli tók þátt í Páskamóti Hellishóla í apríl 2012.

Ísak Jasonarson og Gísli Sveinbergsson. Mynd: Golf 1

Ísak Jasonarson og Gísli Sveinbergsson. Mynd: Golf 1

Þátttaka hans þar hefir vafalaust verið liður í undirbúningi fyrir mót Unglingamótaraðar Arion banka 2012 – en Gísli varð í 5. sæti á Þverárvelli það ár, en mótið þar var 2. mót Unglingamótaraðarinnar það ár!

Gísli var þar áður búinn að sigra á 1. mótinu á Unglingamótaröðinni , sem haldið var á Skaganum.

Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1

Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1

Meðal afreka Gísla í júní 2012 var að hann fór holu í höggi 2 daga í röð; fyrst á 16. holu á Korpúlfstaðavelli fimmtudaginn 7. júní 2012 og síðan á 16. holu á Hvaleyrarvelli tveimur dögum síðar, 9. júní 2012.

Gísli sigraði síðan í 3. móti Unglingamótaraðarinnar á Korpúlfsstöðum 2012.

Gísli Sveinbergsson, GK.  Mynd: Golf 1

Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1

Gísli hefir tekið þátt í fjölmörgum mótum fyrir Íslands hönd erlendis og það gerði hann m.a. 2012 en þá tók Gísli þátt í  Finnish International Junior Championship  og lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (76 74 80) og varð í 9. sæti, sem hann deildi með 3 öðrum.

Síðan náði Gísli líka þeim glæsilega árangri að komast í gegnum niðurskurð í sterku unglingamóti í júlí 2012: Junior Open Championship á Fairhaven golfvellinum í Lancashire á Englandi, en þar voru hann og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, fulltrúar Íslands.  Stuttu eftir að heim kom varð Gísli Íslandsmeistari drengja í höggleik 2012.

Sigurvegarar á Íslandsmóti unglinga í höggleik í drengjaflokki 15-16 ára: Birgir Björn Magnússon, GK, varð í 2. sæti; Gísli Sveinbergsson, GK, Íslandsmeistari í höggleik í drengjaflokki; Ernir Sigmundsson, 3. sæti. Mynd: golf.is

Sigurvegarar á Íslandsmóti unglinga í höggleik í drengjaflokki 15-16 ára: Birgir Björn Magnússon, GK, varð í 2. sæti; Gísli Sveinbergsson, GK, Íslandsmeistari í höggleik í drengjaflokki; Ernir Sigmundsson, 3. sæti. Mynd: golf.is

Á Íslandsmótinu í holukeppni 2012 laut Gísli í lægra haldi fyrir Aroni Snæ Júlíussyni, í fjórðungsúrslitum 2&1, en var þó einn af 4 bestu á Íslandsmótinu í holu keppni það ár.

Gísli varð síðan í 7. sæti á síðasta mótinu á Oddinum á Unglingamótaröðinni 2012.

Óðinn Þór, GKG; Gísl, GK og Birgir Björn, GK að fara yfir skor dagsins í síðasta móti Unglingamótaraðarinnar í Oddinum 2012,  þ.á.m glæsiskor Óðins Þór, sem varð í 1. sæti. Mynd: Golf 1

Óðinn Þór, GKG; Gísl, GK og Birgir Björn, GK að fara yfir skor dagsins í síðasta móti Unglingamótaraðarinnar í Oddinum 2012, þ.á.m glæsiskor Óðins Þór, sem varð í 1. sæti. Mynd: Golf 1

Dagana  20.-22. september 2012 tók Gísli þátt í European Boys Challege Trophy, sem fram fór í  St. Sofia Golf & Spa, í Búlgaríu. Íslenska landsliðið varð í 4. sæti.

Frá European Boys Challenge Trophy - Íslenska piltalandsliðið er það 5. frá vinstri.

Frá European Boys Challenge Trophy – Íslenska piltalandsliðið er það 5. frá vinstri.

Gísli leikur ekki bara á Unglingamótaröðinni og á mótaröð þeirra bestu Eimskipsmótaröðinni – hann tekur af og til líka þátt í opnum mótum og þar stendur hann sig stórvel eins og alltaf. Þannig varð Gísli t.a.m. í 1. sæti í Marsmóti nr. 1 í Sandgerði á þessu ári (2013).

Á fyrsta móti Íslandsbankamótaraðarinnar í ár varð Gísli í 2.-4. sæti.

Gísli Sveinbergs, GK, varð í 2. sæti í Þorlákshöfn á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2013

Gísli Sveinbergs, GK, varð í 2. sæti í Þorlákshöfn á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2013

Þann 30. maí 2013 sigraði Gísli glæsilega á US Kids European Championship. Á lokahringnum fékk hann 1 fugl, 14 pör og 3 skolla, sem var glæsilegur árangur!!! Samtals lék Gísli á 5 yfir pari, 221 höggi (74 73 74). Mótið fór fram á á golfvelli Luffness New Golf Club í Skotlandi.

Á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, mótinu þar sem Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, var á glæsiskorinu 61 höggi, varð Gísli í 5. sæti og fann sig aldrei í mótinu , sem haldið var á Strandarvelli á Hellu.

Gísli stóð síðan uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni 2013 á Leirdalsvelli, en mótið var 3. mót Íslandsbankamótaraðarinnar 2013.

Gísli tók síðan aftur þátt í Vierumäki mótinu í Finnlandi (einn af 12 íslenskum keppendum 2013).  Þátttaka hans þar varð til þess að hann missti af 4. móti Íslandsbankamótarðarinnar, sem fram fór á sama tíma. Til að gera langa sögu stutta lauk Gísli keppni í 2. sæti eftir bráðabana um 1. sætið í Finnlandi.  Það er svo oft sem maður er að springa af monti yfir árangri Gísla Sveinbergs… og þetta var svo sannarlega ein af þeim stundum.  Frábær kylfingur á ferð þar sem Gísli er!!!

Henning Darri (í rauðu) og Gísli Sveinbergs (í bláu)

Henning Darri (í rauðu) t.v. og Gísli Sveinbergs (í bláu) t.h.

Á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem að þessu sinni fór fram á Jaðrinum á Akureyri, landaði Gísli 2.-3. sætinu og á 6. mótinu sem var Íslandsmótið í höggleik varð Gísli í 4. sæti, en klúbbfélagi hans Hennig Darri Þórðarson, GK, stóð uppi sem Íslandsmeistari.

Gísli varð Íslandsmeistari með A sveit Keilis í drengjaflokki 2012 og með piltaflokki 18 ára og yngri 2013.

Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri drengja - A-sveit Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, skipuð 4 Íslandsmeisturum. F.v. : Atli Már Grétarsson, Helgi Snær Björgvinsson, Birgir Björn Magnússon (heldur á Íslandsmeistaraverðlaunagripnum), Henning Darri Þórðarson og Gísli Sveinbergsson. Lengst til vinstri er liðsstjóri og þjálfari drengjanna Sigurpáll Geir Sveinsson. Mynd: gagolf.is

Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri drengja – A-sveit Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, skipuð 4 Íslandsmeisturum. F.v. : Atli Már Grétarsson, Helgi Snær Björgvinsson, Birgir Björn Magnússon (heldur á Íslandsmeistaraverðlaunagripnum), Henning Darri Þórðarson og Gísli Sveinbergsson. Lengst til vinstri er liðsstjóri og þjálfari drengjanna Sigurpáll Geir Sveinsson. Mynd: gagolf.is

Það sem er næst á dagskrá hjá afmæliskylfingnum Gísla Sveinbergssyni er þátttaka í síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar Nettó- mótinu í Leirunni, 1. september 2013 og síðan í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ, sem haldið verður 5.-6. september n.k.

Sjá má eldra viðtal við Gísla frá 2012  með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

Gisli Sveinbergsson (16 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: The Hon. Michael Scott, 31. ágúst 1878 – 9. janúar 1959;  Isao Aoki, 31. ágúst 1942 (71 árs); Elías Kristjánsson, GSG, 31. ágúst 1954 (59 ára);  Snæbjörn Guðni Valtýsson, GS, 31. ágúst 1958 (55 ára); Ólafur Hafsteinsson, GR, 31. ágúst 1961 (52 ára);  Odile Roux, 31. ágúst 1961 (Spilaði á LET – 52 ára);  Pádraig Harrington,  31. ágúst 1971 (42 ára);  Charl Schwartzel, 31. ágúst 1984 (29 ára); Sun Ju Ahn 31. ágúst 1987 (26 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is