Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2013 | 18:00

Evrópumótaröðin: Bourdy bestur í Wales

Frakkinn Grégory Bourdy sigraði í ISPS Handa Wales Open í dag.

Hann spilaði samtals á 8 undir pari, 276 höggum (67 72 7o 67).

Bourdy átti 2 högg á forystumann gærdagsins, Titleist erfingjann bandaríska Peter Uihlein, sem lauk keppni á samtals 6 undir pari, 276 höggum (69 70 67 72).

Í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir Uihlein varð síðan Daninn Sören Kjeldsen.

Með sigrinum sem er sá 4. hjá Bourdy á Evrópumótaröðinni fer hann upp um 53 sæti á heimslistanum úr 173. sætinu í 120. sætið.  Bourdy er fyrsti Frakkinn til þess að sigra ISPS Handa Wales Open.

Til þess að sjá úrslitin á ISPS Handa Wales Open SMELLIÐ HÉR: