Sophie Gustafson hættir á LPGA – ætlar bara að spila á LET
Sophie Gustafson, 39 ára, er ekki að hætta í golfi…. bara á LPGA. Hún mun spila á LET 2014, þ.e. Evrópumótaröð kvenna, þar sem hún hefir sigrað 16 sinnum og er með lífstíðarkeppnisrétt. Samkeppnin fyrir hana er bara orðin of hörð á LPGA. „Sveiflan mín er eins góð og hún hefir verið en andlega þarf ég bara að dekra svolítið við mig,“ sagði Sophie í tölvupósti sem hún sendi Golfweek. Þessi hávaxni, íþróttamannslegi sænski kylfingur með fallega brosið, skarpa húmorinn og stamið ætlar að færa sig nær heimslóðunum á LET. „Ég vil bara fara aftur heim og bara hafa gaman aftur af því að spila,“ sagði Gustafson. „Ef það færir Lesa meira
Vonn um Tiger: „Hann skilur ekki einu sinni eftir klósettseturnar uppi!“
Lindsey Vonn sagði í nýlegu viðtali við People Magazine að hún væri mjög hamingjusöm í sambandi sínu við Tiger Woods. „Það er virkilega ekkert við hann (Tiger) sem fer í taugarnar á mér,“ sagði Ólympíuskíðastjarnan Lindsey Vonn, 28 ára. „Hann skilur ekki einu sinni eftir uppi (klósett)seturnar! Það er frábært!“ Í viðtalinu kemur m.a. fram hversu fljótt líf Vonn hefur tekið breytingum eftir að hún skildi við fv. eiginmann sinn Thomas Vonn. „Frá persónulegum sjónarhóli hefir allt í lífi mínu breyst. Þetta er algjörlega 180° umsnúningur á stuttum tíma,“ sagði Vonn m.a. Ég fór frá því að vera gift í LA til þess að búa ein og síðan í það Lesa meira
LPGA: Suzann Pettersen sigraði á Safeway Classic
Það var „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, sem sigraði á Safeway Classic mótinu á Pumkin Ridge í Oregon rétt í þessu. Pettersen spilaði á samtals 20 undir pari, 268 höggum (68 63 70 67). Þetta varð 19 sigur Pettersen og sá 12. á LPGA. Í 2. sæti 2 höggum á eftir henni, á samtals 18 undir pari varð nr. 2 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis. Í 3. sæti á 17 undir pari varð Lizette Salas, sem skilaði þar með enn einum topp-5 árangrinum á stórmóti og í 4. sæti á 16 undir pari varð Cristie Kerr. Í 5. sæti varð síðan Caroline Masson á samtals 15 undir pari. Til þess að Lesa meira
Kristján Þór tileinkaði sigur sinn Skúla Skúlasyni fv. formanni Kjalar
Kristján Þór Einarsson, klúbbmeistari GKJ, sem sigraði svo glæsilega á Hólmsvelli í Leiru í gær, 1. september 2013, á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Nettó-mótinu, tileinkaði sigur sinn Skúla Skúlasyni fv. formanni Kjalar, sem lést langt um aldur fram í síðustu viku. Þannig segir Kristján Þór á facebook síðu sinni: „Langþráður sigur á Eimskipsmótaröðinni kom í dag í þessu líka frábæra sumarveðri sem Ísland hefur verið að bjóða okkur kylfingum í allt sumar… Þessi sigur er tileinkaður fyrrum formanni Golfklúbbsins Kjalar honum Skúla Skúlasyni sem að lést fyrir skömmu eftir langa og harða baráttu við krabbamein. Skúli er einmitt maðurinn á bakvið minn fyrsta sigur á mótaröð í íslensku golfi því þegar Lesa meira
Garcia með 2 högga forystu á Stenson
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia er í fyrsta sæti eftir 3. dag 2. móts FedEx Cup umspilsins, Deutsche Bank Championship, sem fram fer í Norton Massachussetts, nánar tiltekið TPC Boston. Sergio er nú samtals á 19 undir pari og hefir 2 högga forystu á Svíann Henrik Stenson sem er í 2. sæti á samtals 17 undir pari. Þriðja sætinu deila Kanadamaðurinn Graeme DeLaet og „góði gæinn á Túrnum“ Steve Stricker, báðir á samtals 16 undir pari, hvor. Á 15 undir pari eru síða Jason Dufner og Roberto Castro, sem deila 5. sætinu. Rory er í 29. sæti ásamt 11 öðrum kylfingum, sem allir hafa spilað á samtals 8 undir pari m.a. Lesa meira
Golfgrín á sunnudegi
Nr. 1 Segir einn kvenkylfingurinn við annan kvenkylfing: „Það er óforskammað af þér að halda því fram að maðurinn minn sé með vörtu á limnum.“ „Það er ekki rétt,“ svarar hinn kvenkylfingurinn. „Ég sagði það ekkert!!! Ég sagði bara að ég hefði það af og til á tilfinningunni!!!“ Nr. 2 Í kirkjunni veit maður strax hver af hinum trúuðu eru kylfingar. „Hvernig er hægt að sjá það?“ „Nú, kylfingar eru þeir sem nota „interlocking-gripið“ þegar þeir biðja! Nr. 3 Á heimskautasvæðinu spila tvær mörgæsir golf á ísjaka. Þær eru rétt búnar að pútta rauðu golfboltunum sínum, þá segir önnur mörgæsin við hina: „Hefurðu heyrt það að annarsstaðar er spilað er Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (6): Valdís Þóra vann í kvennaflokki á Nettó-mótinu eftir bráðabana við Karenu Guðna
Klúbbmeistari GL Valdís Þóra Jónsdóttir, vann á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Nettó-mótinu, sem fram fór á einum degi, þ.e. í dag, sunnudaginn 1. september 2013. Eftir báða hringina sem spilaðir voru í dag voru Valdís Þóra og klúbbmeistari GS, Karen Guðnadóttir jafnar á samtals 9 yfir pari; Valdís Þóra lék fyrri hringinn á 3 yfir pari, 75 höggum og seinni hringinn á 6 yfir pari, 78 höggum. Karen hins vegar fór illa að ráði sínu á fyrri hring þar sem hún var á 10 yfir pari, 82 höggum en kom glæsilega tilbaka og spilaði heimavöllinn, seinni hringinn á 1 undir pari, 71 höggi. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra Valdísar Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (6): Signý og Rúnar urðu stigameistarar!!!
Systkinin Rúnar og Signý Arnórsbörn úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði urðu í kvöld stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni, árið 2013. Rúnar varð í 3.-4. sæti á samtals 4 yfir pari, á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar í ár Nettó-mótinu, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í dag. (Mótið var stytt í 36 holu mót sem leikið var á einum degi). Þriðja sætið dugði Rúnari í stigameistaratitilinn en helstu keppinautar hans Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR tóku ekki þátt í mótinu. Í kvennaflokki sigraði systir Rúnars, Signý, stigameistaratitil GSÍ 3. árið í röð. Frábær árangur þetta hjá frábærum kvenkylfingi!!! Signý varð í 3. sæti á Nettó-mótinu og fékk 1065 stig fyrir Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (6): Kristján Þór sigraði á Nettó-mótinu
Kristján Þór Einarsson, klúbbmeistari GKJ, sigraði á Nettó-mótinu, sem fram hefir farið á Hólmsvelli í Leiru í dag í dæmigerðu „Leirulogni.“ Kristján Þór átti tvo glæsilega hringi þann fyrri upp á 3 undir pari, 69 högg, þann seinni á 2 yfir pari og var því samtals á 1 undir pari. Í 2. sæti varð Aron Snær Júlíusson, GKG, á samtals 2 yfir par og þriðja sætinu deildu Rúnar Arnórsson, GK og Örvar Samúelsson, GA, báðir á samtals 4 yfir pari. 50 voru skráðir til keppni en 42 luku leik. Úrslitin í karlaflokki voru annars eftirfarandi: 1 Kristján Þór Einarsson GKJ -1 F 38 36 74 2 69 74 143 -1 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Ólafsson — 1. september 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur. Ragnar er fæddur 1. september 1956 og á því 57 ára afmæli í dag. Hann hefir verið liðsstjóri fjölmargra landsliða sem keppt hafa erlendis. Sjá má árs gamalt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Al Geiberger “Mr. 59”, 1. september 1937 (76 ára); Manuel Piñero Sanchez, 1. september 1952 (61 árs) ….. og ….. Örnólfur Kristinn Bergþórsson (38 ára) Friðrik K. Jónsson (43 ára) Elin Margrethe Skau (46 ára) Ballettskóli Eddu Scheving (52 ára) Breki Marinósson (16 ára) Gítarskóli Ólafs Gauks (38 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira







