GK: Minningarmót Hrafnkels Kristjáns
Á morgun, 6. september 2013 fer fram minningarmót um einn ástsælasta íþróttafréttamann þjóðarinnar, Hrafnkel Kristjánsson, sem lést langt um aldur fram af áverkum sem hann hlaut í bílsslysi 25. desember 2009. Hrafnkell var fæddur 18. janúar 1975 og því aðeins 34 ára þegar hann lést. Hrafnkell var mikill Hafnfirðingur, bæði í FH og GK. Minningarmótið um Hrafnkel fer fram á Hvaleyrinni. Leikfyrirkomulag er höggleikur með og án forgjafar og eru nú þegar 66 skráðir í mótið. Endilega fjölmennið í mót til minnis um góðan dreng! Það má skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR:
Furyk vonsvikinn
Jim Furyk vonaði fram á síðustu stundu að síminn hringdi og Fred Couples veldi hann í bandaríska liðið í Forsetabikarskeppninni, sem fram fer í Dublin, Ohio 3.-6. október 2013. En síminn hringdi ekkert. Fred Couples valdi nýliðann á PGA Tour, Jordan Spieth og Webb Simpson, í lið sitt og eftir situr Furyk sár, en þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1997, sem hann tekur ekki þátt í Forsetabikarnum. Furyk er sem sagt næstum búinn að spila í öllum Forsetabikarskeppnum. „Ég er vonsvikinn“ sagði Furyk, sem komist hefir í 15 lið Bandaríkjanna allt frá hann var valinn í 1997 Ryder Cup lið Bandaríkjamanna. „Ég er líka viss um að Dustin Lesa meira
Feherty rekur við í viðtali við Norman – Myndskeið
Það er ýmislegt sem getur komið fyrir í viðtölum golffréttamanna við stórstjörnur golfsins. Hér er eitt dæmi þess, sem hugsanlega gæti verið svar golfþáttastjórnandans fræga Feherty ef hann yrði spurður að því hvað það neyðarlegasta sé, sem fyrir hann hafi komið þegar hann var að taka viðtal. Umræðuefnið þ.e. það sem Feherty var að spyrja „hvíta hákarlinn“, Greg Norman að þegar „sprengjan féll“ þ.e. hvernig Norman líkaði við Jack Nicklaus, er í raun tímalaust og aðdáunarvert hvernig Norman tekst að fara svo fögrum orðum um Gullna Björninn í því gasskýi sem hann hefir eflaust verið í!!! Sjá má myndskeiðið sem reyndar er tæpra tveggja ára gamalt með því að SMELLA Lesa meira
Golfvöllur til sölu
Lögmenn á Suðurlandi eru með golfvöll til sölu! Um er að ræða 56 ha land en á landið er búið að hanna og móta 18 holu golfvöll. Völlurinn er hannaður af Edwin Roald og stendur við Borg í Grímsnesi. Golfvöllurinn er á góðu landsvæði og hönnun vallarins er glæsileg og spennandi fyrir kylfinga segir í auglýsingu lögmannsstofunnar á golfvellinum. Búið er að byggja upp flatir og teiga og mun völlurinn verða einn lengsti golfvöllur landsins. Golfvöllurinn er í rúmlega 70 km fjarlægð frá Reykjavík og stutt er í helstu náttúruperlur á Suðurlandi. Rétt við golfvöllinn, í göngufæri, er glæsileg sundlaug, félagsheimili og aðstaða til ráðstefnu og námskeiðahalds, skóli og stjórnsýsluhús Lesa meira
Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ hefst í dag
Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ hefst í dag, 5. september og er mótið nú haldið í níunda sinn. Fyrirhugað var að mótið færi fram daganna 29. og 30. ágúst en vegna slæmrar veðurspár var mótinu frestað um viku. Mótið er boðsmót þar sem leikmenn vinna sér inn þáttökurétt með góðum árangri á Unglingamótaröð GSÍ (Íslandsbankamótaröðinni) ásamt því að klúbbmeisturum GKJ er boðin þátttaka. Leikinn verður forleikur á í dag, fimmtudaginn 5. september og síðan fer hið eiginlega Unglingaeinvígi í Mos fram á föstudeginum. Þar munu 10 unglingar hefja leik. Mótið fer fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og er haldið af Golfklúbbnum Kili. Mótið er leikið eftir svokölluðu shoot out fyrirkomulagi þar sem Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Jordan Spieth?
Fred Couples valdi í gær hinn unga Jordan Spieth, sem í byrjun árs spilaði á undanþágu og í boði styrktaraðila á PGA Tour, en hlaut síðan fullan keppnisrétt á PGA Tour eftir sigur á John Deere Classic mótinu, í Forsetabikarslið sitt, en Bandaríkjamenn leika að þessu sinni á heimavelli á Muirfieldvelli í Dublin, Ohio. Margir þekkja lítið til hins 20 ára Spieth, sem á skömmum tíma hefir risið upp á stjörnuhimininn í bandaríska golfheiminum. Hver er kylfingurinn Jordan Spieth kunna menn að spyrja? Áhugamennskan Jordan Spieth fæddist í Dallas, Texas, 27. júlí 1993 og er því nýorðinn 20 ára. Spieth átti glæsilegan feril sem áhugamaður. Hann vann t.a.m. US Junior Lesa meira
Birgir Leifur hefur leik í Pléneuf í dag
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG hefur leik á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu í dag, en mótið er hluti Áskorendamótaraðarinnar. Leikið er á Blue Green de Pléneuf Val André vellinum, í Pléneuf, Frakklandi. Heildarverðlaunafé er u.þ.b. 20 milljónir íslenskra króna og fær sigurvegarinn 4,5 milljónir þar af í sinn hlut. Þetta er 4. mótið sem Birgir Leifur keppir á, á Áskorendamótaröðinni í ár. Hann byrjaði á því að taka þátt í Fred Olsen Challenge de España mótinu, sem fram fór 30. maí – 2. júní s.l. Þar varð hann í 29. sæti. Á D + D Czech Challenge Open mótinu í Tékklandi í júní s.l. varð Birgir Leifur síðan í 30. sæti Lesa meira
Jiménez segir Ye of ungan
Spænska kylfingnum Miguel Ángel Jiménez, 49 ára, finnst kínverski undrakylfingurinn Ye Wo-cheng, 13 ára of ungur til þess að keppa á móti vikunnar á Evróputúrnum, sem hefst í Crans Montana í Sviss á morgun. Ye hefir þegið boð styrktaraðila til þess að tía upp á Alpagolfvellinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ye spilar með stóru strákunum. Í maí, þegar hann var enn 12 ára varð hann yngstur til að spila á Evrópumótaröðinni á Bihai Lake vellinum í Kína. „Það er mín skoðun að 13 ára strákur sé svolítið of ungur til að spila á móti atvinnumönum. Fólk vill byrja snemma og 13 ára gutti ætti að spila á Lesa meira
Val fyrirliðanna liggur fyrir
Jordan Spieth skrifaði sig í sögubækurnar en hann er yngsti leikmaður Bandaríkjanna í Forsetabikarnum eftir að Fred Couples, fyrirliði, valdi hann í bandaríska Forsetabikarsliðið. Jafnframt er hann fyrsti nýliðinn á PGA Tour sem fær að keppa fyrir Bandaríkin í Forsetabikarnum. Webb Simpson er annað „villta kort“ Fred Couples, þ.e. annað val hans og því liggja nú fyrir þeir 12 sem skipa bandaríska liðið. Það sama er að segja af Alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum. Þar valdi fyrirliðinn, Nick Price þá Marc Leishman frá Ástralíu og Brendon DeJonge frá Zimbabwe í lið sitt.
Ólafur Björn á 4 yfir pari á Web.Com úrtökumóti í Georgíu
Ólafur Björn Loftsson, NK, lék í dag 1. hring á úrtökumóti fyrir Web.Com mótaröðina, sem er næstbesta mótaröð í karlagolfinu í Bandaríkjunum á eftir PGA Tour. Reyndar getur mótaröðin verið stökkbretti inn á PGA Tour. Leikið er í úrtökumótinu dagana 2.-4. september og er úrtökumótið sem Ólafur Björn tekur þátt í í Brunswick í Georgia. Ólafur lék á 4 yfir pari, 74 höggum á 1. hring og er sem stendur í 53. sæti af 74 keppendum í úrtökumótinu. Sá sem er efstur, Bruce Woodall frá Norður-Karólínu lék 1. hring á 6 undir pari, 64 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á úrtökumótinu fyrir Web.Com mótaröðina í Brunswick, Georgíu með Lesa meira









