Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 07:00

Birgir Leifur hefur leik í Pléneuf í dag

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG hefur leik á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu í dag, en mótið er hluti Áskorendamótaraðarinnar.

Leikið er á Blue Green de Pléneuf Val André vellinum, í Pléneuf, Frakklandi.

Heildarverðlaunafé er u.þ.b. 20 milljónir íslenskra króna og fær sigurvegarinn 4,5 milljónir þar af í sinn hlut.

Þetta er 4. mótið sem Birgir Leifur keppir á, á Áskorendamótaröðinni í ár.

Hann byrjaði á því að taka þátt í Fred Olsen Challenge de España mótinu, sem fram fór 30. maí – 2. júní s.l. Þar varð hann í 29. sæti.  Á D + D Czech Challenge Open mótinu í Tékklandi í júní s.l. varð Birgir Leifur síðan í 30. sæti og í byrjun júlí keppti Birgir Lefiur á Bad Griesbach Challenge Tour by Hartl Resort mótinu í Þýskalandi á hinum gríðarlega krefjandi Beckenbauer golfvelli, en komst ekki í gegnum niðurskurð.

Aðeins 4 mót eru eftir á Áskorendamótaröðinni á þessu keppnistímabili og þarf Birgir Leifur að standa sig vel til þess að vera öruggur um 50. sætið á peningalistanum.

Birgir Leifur á rástíma kl. 13:10 að staðartíma í Crans Montana (kl. 11:10 að íslenskum tíma) sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Til að fylgjast með gengi Birgis Leifs á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu SMELLIÐ HÉR: