Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2013 | 19:30

Ólafur Björn á 4 yfir pari á Web.Com úrtökumóti í Georgíu

Ólafur Björn Loftsson, NK, lék í dag 1. hring á úrtökumóti fyrir Web.Com mótaröðina, sem er næstbesta mótaröð í karlagolfinu í Bandaríkjunum á eftir PGA Tour. Reyndar getur mótaröðin verið stökkbretti inn á PGA Tour.

Leikið er í úrtökumótinu dagana 2.-4. september og er úrtökumótið sem Ólafur Björn tekur þátt í í Brunswick í Georgia.

Ólafur lék á 4 yfir pari, 74 höggum á 1. hring og er sem stendur í 53. sæti af 74 keppendum í úrtökumótinu.

Sá sem er efstur, Bruce Woodall frá Norður-Karólínu lék 1. hring á 6 undir pari, 64 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á úrtökumótinu fyrir Web.Com mótaröðina í Brunswick, Georgíu með því að SMELLA HÉR: