Immelman aftur á PGA
Suður-afríski kylfingurinn mun aftur spila á PGA Tour á næsta ári eftir að hafa sigrað á fyrsta mótinu af lokamótum Web.com Tour. Immelman vann the Masters risamótið árið 2008 og fékk í kjölfarið 5 ára undanþágu til að spila á PGA Tour, en hefir gengið illa á undanförnum árum. Þannig varð hann í 156. sæti árið 2009; í 156. sæti árið 2010, í 95. sæti 2011 og í 114. sæti 2012 og er í 143. sæti á þessu ári. Mótið sem Immelman vann var the Hotel Fitness Championship í Sycamore Hills og átti hann 1 högg á þann sem varð í 2. sæti, Patrick Cantlay. Cantlay var með 3 högga forystu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Raymond Floyd —– 4. september 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Raymond Floyd. Raymond er fæddur 4. september 1942 og á því 71 árs afmæli í dag! Raymond gerðist atvinnumaður í golfi 1961 fyrir 52 árum. Á löngum ferli sínum hefir hann sigrað í 66 mótum þ.á.m. 22 sinnum á PGA mótaröðinni og deilir 27. sætinu með öðrum yfir þá sem unnið hafa oftast á mótaröðinni. Raymond hefir 4 sinnum sigrað á risamótum, þ.e. öllum nema Opna breska og PGA Championship tvisvar, 1969 og 1982. Besti árangur hans í Opna breska var 2. sætið 1978, sem hann deildi með öðrum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dawn Shockley, bandarískur nýliði á LET 2012 fædd 4. september 1986 Lesa meira
Steve Stricker og Zach Johnson með í Forsetabikarnum
Síðustu tveir sem komust í lið Bandaríkjanna af sjálfdáðum í Forsetabikarnum, sem fram fer í Dublin, Ohio í næsta mánuði eru Zach Johnson og Steve Stricker. Stricker varð í 2. sæti í Deutsche Bank Championship nú um s.l. helgi og Johnson í 27. sæti og þessi árangur tryggði báðum sæti í bandaríska Forsetabikarsliðinu. Steve Stricker var áður búinn að senda Fred Couples, fyrirliða liðs Bandaríkjanna SMS þar sem sagði að ef hann næði ekki inn í liðið sjálfur vildi hann ekki að Couples veldi sig í liðið, en fyrirliðar fá að velja tvo kylfinga og á eftir að tilkynna um þá. Lið Bandaríkjanna skartar nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods Lesa meira
Stereótýpurnar í golfi – Myndskeið
Hér sjást nokkrar manngerðir í golfi, sem við könnumst öll við af golfvellinum. Það er t.d. gæinn sem virðist vera með glompusegul, gæinn sem aldrei virðist geta talið rétt, gæinn sem er regluvörðurinn í ráshópnum, æðiskastsgæinn, skapsveiflugæinn o.s.frv. Endilega skoðið meðfylgjandi myndskeið af mismunandi manngerðum golfsins SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 1. sæti!!!
Þann 2.-3. september 2013 fór fram Alabama State Golf Classic mótið í Pratville, Alabama. Þátttakendur voru 34 frá 5 háskólum. Meðal þátttakenda voru Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og golflið Faulkner háskóla. Hrafn gerði sér lítið fyrir og varð í 1. sæti í einstaklingskeppninni, en því sæti deild hann með Francis Berthiaume, frá ASU, sem varð í 1. sæti í liðakeppninni. Hrafn spilaði hringina tvo á samtals 2 undir pari 142 höggum (69 73). Glæsilegur árangur þetta!!! Sigurður Gunnar var hins vegar á 5 yfir pari, 149 höggum (73 76) og varð í 12. sæti. Lið Faulkner háskóla varð í 2. sæti í liðakeppninni. Leikið var á Lesa meira
Sigurpoki Pettersen
Á 11-holu leið á lokahring Safeway Classic notaði sigurvegarinn Suzann Pettersen Nike Mehod Core 3i pútter og fékk 8 fugla. Það sem var í sigurpoka Pettersen var annars eftirfarandi: Dræver: VR_S Covert (9.5°), 3-tré: VR_S Covert (15°), Blendingur: VR_S hybrid (18 °), Járn: VR Pro Cavity járn (4-5), Járn: VR Pro Combo járn (6-PW) Fleygjárn: VR Pro wedge-ar (48°, 52° og 59°). Golfbolti: Nike 20XI X golfbolti.
Wake Forest reisir styttu til heiðurs Arnold Palmer
Einn frægasti fyrrverandi nemandi Wake Forest University er Arnold Palmer, golfgoðsögn í lifanda lífi. Skv. frétt í Winston Salem Journal ætlar útskriftarárgangur Arnold Palmer að reisa styttu til heiðurs kónginum. Palmer hefir verið duglegur að styðja við bakið á karla- og kvenna golfliðum Wake Forest, The Demon Deacons, m.a. með því að styrkja úrbætur á golfaðstöðu við skólann 2010. Auðmjúkur eins og alltaf sagði Palmer um fyrirhugaða styttu af sér: „Það er fallegt af þeim að gera þetta. Ég er ekki viss um að ég eigi það skilið. En samt, ég get ekki beðið eftir að sjá hana og þakka öllum sem komu að þessu.“ Palmer stundaði nám á sínum Lesa meira
EPD: Þórður Rafn lauk keppni í 18. sæti í Þýskalandi
Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Preis des Hardenberg í Golf Club Hardenberg í Northeim, Þýskalandi. Mótið fór fram 1.-3. september 2013. Þórður Rafn lék á samtals 5 höggum yfir pari, 221 höggum (74 76 71) og lauk keppni í 18. sæti af þeim 46, sem komust í gegnum niðurskurðinn. Glæsilegur árangur þetta! Þórður Rafn fékk um kr. 70.000 íslenskra króna í verðlaunafé. Til þess að sjá úrslitin í Preis des Hardenberg SMELLIÐ HÉR:
GK: Ingveldur sigraði á Hellishólum!
Árleg haustferð Keiliskvenna var að þessu sinni farin að Hellishólum á Hvolsvelli og tókst hún afbragðsvel í alla staði. Alls voru 35 konur sem fóru í ferðina og skemmtu sér að sögn hið besta. Að sjálfsögðu var slegið upp golfmóti þar sem 34 luku keppni á Þverárvelli. Leikformið var punktakeppni og sú sem flest stig hlaut og sigraði var Ingveldur Ingvarsdóttir, sem um árabil hefir setið í kvennanefnd Keilis en er nú að víkja úr nefndinni ásamt Þórdísi Geirsdóttur. Sigurskor Ingveldar voru 33 punktar (13 20) Auglýsa Keiliskonur því eftir nýjum konum til setu í kvennanefnd. Úrslit mótsins í heild voru eftirfarandi: 1 Ingveldur Ingvarsdóttir GK 20 F 13 20 Lesa meira
GN: Hefðarmeyjamótið fer fram 5. sept.!
Hið árlega Hefðarmeyjamót GN fer fram fimmtudaginn 5. september n.k. og hefst kl. 17.00. Þema mótsins í ár er köflótt. Mótsstjóri er Stefanía Freysteinsdóttir með síma 862-9982 Skráning hjá Stefaníu og í golfskálanum.









