Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 12:45

GK: Minningarmót Hrafnkels Kristjáns

Á morgun, 6. september 2013 fer fram minningarmót um einn ástsælasta íþróttafréttamann þjóðarinnar, Hrafnkel Kristjánsson, sem lést langt um aldur fram af áverkum sem hann hlaut í bílsslysi 25. desember 2009.

Hrafnkell var fæddur 18. janúar 1975 og því aðeins 34 ára þegar hann lést. Hrafnkell var mikill Hafnfirðingur, bæði í FH og GK.

Minningarmótið um Hrafnkel fer fram á Hvaleyrinni.  Leikfyrirkomulag er höggleikur með og án forgjafar og eru nú þegar 66 skráðir í mótið.

Endilega fjölmennið í mót til minnis um góðan dreng!

Það má skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: