
Jiménez segir Ye of ungan
Spænska kylfingnum Miguel Ángel Jiménez, 49 ára, finnst kínverski undrakylfingurinn Ye Wo-cheng, 13 ára of ungur til þess að keppa á móti vikunnar á Evróputúrnum, sem hefst í Crans Montana í Sviss á morgun.
Ye hefir þegið boð styrktaraðila til þess að tía upp á Alpagolfvellinum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ye spilar með stóru strákunum.
Í maí, þegar hann var enn 12 ára varð hann yngstur til að spila á Evrópumótaröðinni á Bihai Lake vellinum í Kína.
„Það er mín skoðun að 13 ára strákur sé svolítið of ungur til að spila á móti atvinnumönum. Fólk vill byrja snemma og 13 ára gutti ætti að spila á móti öðrum 13 ára strákum en ekki atvinnumönnum þar sem meðalaldurinn eru 33 ár.
Það er ekki nokkur vafi að styrktaraðilinn vill auglýsa mótið með þessum hætti en því miður, þetta ætti ekki að vera leyft. Þeir ættu ekkert að vera að þrýsta of hart á krakka á þessum aldri, það gæti haft hræðileg áhrif á feril þeirra. Ég vona að hann skemmti sér í vikunni en þegar ég sá hann slá æfingabolta í morgun var hann mjög stressaður og hann ætti ekki að vera settur í þessi spor.“
Ye spilar fyrstu tvo hringina með Martin Wiegele, 35 ára frá Austurríki og hinum 43 ára Mathias Gronberg frá Svíþjóð sem vann mótið 1995.
Gronberg er einn þeirra sem er ósammála Jimenez, en hann segir: „Það verður frábært að spila á móti þessum unga strák og ég hlakka til þess. Við erum svolítið líka í skemmtanabransanum því við spilum fyrir áhorfendur. „
„Það verða eflaust hundruð þúsundir Kínverja sem horfa á golfið í sjónvarpinu í þessari viku til að fylgjast með Ye. Þannig að það væri algerlega heimskulegt að markaðssetja þetta tækifæri ekki.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024