Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 12:15

Furyk vonsvikinn

Jim Furyk vonaði fram á síðustu stundu  að síminn hringdi og Fred Couples veldi hann í bandaríska liðið í Forsetabikarskeppninni, sem fram fer í Dublin, Ohio 3.-6. október 2013.

En síminn hringdi ekkert. Fred Couples valdi nýliðann á PGA Tour, Jordan Spieth og Webb Simpson, í lið sitt og eftir situr Furyk sár, en þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1997, sem hann tekur ekki þátt í Forsetabikarnum.

Furyk er sem sagt næstum búinn að spila í öllum Forsetabikarskeppnum.

„Ég er vonsvikinn“ sagði Furyk, sem komist hefir í 15 lið Bandaríkjanna allt frá hann var valinn í 1997 Ryder Cup lið Bandaríkjamanna.

„Ég er líka viss um að Dustin Johnson er vonsvikinn og Bubba (Watson) er vonsvikinn. Webb og Jordan, mér finnst þeir vera gott val og þeir eru eflaust spenntir. Það verður víst að segja „já“ við suma og „nei“ við aðra.“

Að fá fréttirnar að hann yrði ekki í liðinu gegnum SMS fannst Furyk skrítið.

„Mér fannst að hann myndi velja Webb vegna þess að hann var svo nærri því að komast í liðið af sjálfsdáðum, það munaði bara $ 6.000,- í síðasta mótinu,“ sagði Furyk.  „En svo hélt ég að ég yrði valinn.“

Couples sagði að Furyk og Stricker hefðu verið leikmenn „sem ég/ (hann) vildi augljóslega að væru í liðinu.“

Stricker varð nr. 2 á Deutsche Bank og komst því af sjálfdáðum í liðið.  Reyndar var Stricker mjög ákveðinn að þetta væri eina leiðin sem hann vildi vera í liðinu – hann sendi Couples skilaboð um að hann vildi alls ekki að hann veldi sig kæmist hann ekki sjálfur í liðið.

Couples sagði að hann hefði bara gert sér hlutina auðvelda, hann hefði ekki höndlað símtal við Furyk. „Ég fór auðveldu leiðina og sendi honum SMS. Þetta allt var alls ekki skemmtilegt.“

„Áður en við hófum leik í Boston horfði ég á listann af strákunum sem hugsanlega yrðu valdir í liðið: Stricker, DJ, Bubba …. vá,“ sagði Furyk. „Slæmu fréttirnar eru að það er alltaf erfitt að velja.  Það er alltaf umdeilanlegt hver rétta ákvörðunin er. Hann var með svo marga góða leikmenn að hann gat bara ekki tekið slæma ákvörðun.“

Aðspurður hvort hann væri svo hvekktur að hann ætlaði ekkert að fylgjast með Forsetabikarnum, svarði Furyk:

„Ég á marga góða vini og fyrrum liðsfélaga í liðinu, stráka sem ég lít upp til og virði í liðinu, sem og fyrirliðana þrjá. Hjarta mitt verður með þeim og ég mun hvetja þá ákaft áfram.“