Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2013 | 20:00

Val fyrirliðanna liggur fyrir

Jordan Spieth skrifaði sig í sögubækurnar en hann er yngsti leikmaður Bandaríkjanna í Forsetabikarnum eftir að Fred Couples, fyrirliði, valdi hann í bandaríska Forsetabikarsliðið.

Jafnframt er hann fyrsti nýliðinn á PGA Tour sem fær að keppa fyrir Bandaríkin í Forsetabikarnum.

Webb Simpson er annað „villta kort“ Fred Couples, þ.e. annað val hans og því liggja nú fyrir þeir 12 sem skipa bandaríska liðið.

Það sama er að segja af Alþjóðaliðinu  í Forsetabikarnum.

Þar valdi fyrirliðinn, Nick Price þá Marc Leishman frá Ástralíu og Brendon DeJonge frá Zimbabwe í lið sitt.