Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 11:00

Golfvöllur til sölu

Lögmenn á Suðurlandi eru með golfvöll til sölu!

Um er að ræða 56 ha land en á landið er búið að hanna og móta 18 holu golfvöll.

Völlurinn er hannaður af Edwin Roald og stendur við Borg í Grímsnesi.

Golfvöllurinn er á góðu landsvæði og hönnun vallarins er glæsileg og spennandi fyrir kylfinga segir í auglýsingu lögmannsstofunnar á golfvellinum.

Búið er að byggja upp flatir og teiga og mun völlurinn verða einn lengsti golfvöllur landsins.

Golfvöllurinn er í rúmlega 70 km fjarlægð frá Reykjavík og stutt er í helstu náttúruperlur á Suðurlandi.

Rétt við golfvöllinn, í göngufæri, er glæsileg sundlaug, félagsheimili og aðstaða til ráðstefnu og námskeiðahalds, skóli og stjórnsýsluhús sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar fást hjá Steindóri Guðmundssyni, löggiltum fasteignasala hjá Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi í síma 480 2901 og 863 2900. Sjá og www.log.is