
Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ hefst í dag
Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ hefst í dag, 5. september og er mótið nú haldið í níunda sinn. Fyrirhugað var að mótið færi fram daganna 29. og 30. ágúst en vegna slæmrar veðurspár var mótinu frestað um viku.
Mótið er boðsmót þar sem leikmenn vinna sér inn þáttökurétt með góðum árangri á Unglingamótaröð GSÍ (Íslandsbankamótaröðinni) ásamt því að klúbbmeisturum GKJ er boðin þátttaka. Leikinn verður forleikur á í dag, fimmtudaginn 5. september og síðan fer hið eiginlega Unglingaeinvígi í Mos fram á föstudeginum. Þar munu 10 unglingar hefja leik.
Mótið fer fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og er haldið af Golfklúbbnum Kili.
Mótið er leikið eftir svokölluðu shoot out fyrirkomulagi þar sem 10 leikmenn leggja af stað og fellur einn leikmaður út á hverri holu þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Sá sem leikur hverja holu á flestum höggum fellur út en séu menn eru jafnir þá er sett upp þraut þar sem sá leikmaður sem slær lengst frá holunni dettur út.
Sigurvegarar mótsins frá upphafi eru:
2005 – Sveinn Ísleifsson
2006 – Guðni Fannar Carrico
2007 – Andri Þór Björnsson
2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson
2009 – Andri Már Óskarsson
2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir
2011 – Ragnar Már Garðarson
2012 – Aron Snær Júlíusson
Sigurvegari Unglingaeinvígisins 2012 Aron Snær Júlíusson, fær sjálfkrafa þátttökurétt í Lokaeinvíginu, sem haldið verður föstudaginn 6. september (þ.e. á morgun).
Þeir sem hafa unnið sér inn þátttökurétt í mótinu eru eftirfarandi.
14 ára og yngri
Ingvar Andri Magnússon
Arnór Snær Guðmundsson
Kristján Benedikt Sveinsson
Sigurður Arnar Garðarsson
Kristófer Karl Karlsson
Ólöf María Einarsdóttir
Hekla Sóley Arnarsdóttir
Sunna Björk Karlsdóttir
Ragnar Már Ríkarðsson
Valur Þorsteinsson
15-16 ára
Gísli Sveinbergsson
Henning Darri Þórðarson
Birgir Björn Magnússon
Óðinn Þór Ríkharðsson
Kristófer Orri Þórðarson
Ragnhildur Kristinsdóttir
Saga Traustadóttir
Birta Dís Jónsdóttir
Arna Rún Kristjánsdóttir
Björn Óskar Guðjónsson
17-18 ára
Egill Ragnar Gunnarsson
Ísak Jasonarson
Ragnar Már Garðarsson
Kristinn Reyr Sigurðsson
Benedikt Árni Harðarson
Gunnhildur Kristjánsdóttir
Særós Eva Óskarsdóttir
Helga Kristín Einarsdóttir
Daníel Andri Karlsson
Guðni Valur Guðnason
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi