
Birgir Leifur í 4. sæti eftir 9 holu leik
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er í 4. sæti eftir 9 leiknar holur á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu, en mótinu seinkaði í dag um 4 tíma vegna þoku.
Birgir Leifur fór því ekki út fyrr en kl. 17:10 að staðartíma og hlýtur leik að fara að ljúka núna kl. 20:00 að staðartíma í Crans Montana í Sviss. (Kl. 18:00 hjá okkur heima á Íslandi)
Birgir Leifur hóf leik á 10. teig og byrjaði gífurlega vel; fékk strax 2 fugla, á 10. og 11. holu, en fékk síðan skolla á par-4 14. holuna. Síðan komu góðir fuglar á 15. og 16. holu og nú er Birgir Leifur á 3 undir pari!
Hann er aðeins 1 höggi á eftir þeim þremur, sem deila efsta sætinu: Skotanum Jamie McLeary, Þjóðverjanum Moritz Lampert og Norður-Íranum efnilega Alan Dunbar…. og allar fyrri 9 eftir.
Meðal keppanda í mótinu er stóri bróðir Carly Booth, Wallace en þau bæði eru börn fyrrum rótara Bítlanna, sem byggði einkagolfvöll í Skotlandi þannig að börn hans, Carly og Wallace gætu spilað golf. Wallace er líkt og Birgir á 3 undir pari, en er búinn að klára allar 18 holurnar.
Góð byrjun hjá Birgi Leif!!!
Sjá má stöðuna á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024