Ingi Rúnar og Birgir Leifur á 3. degi Íslandsmótsins í höggleik 2013. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 18:00

Birgir Leifur í 4. sæti eftir 9 holu leik

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er í 4. sæti eftir 9 leiknar holur á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu, en mótinu seinkaði í dag um 4 tíma vegna þoku.

Birgir Leifur fór því ekki út fyrr en kl. 17:10 að staðartíma og hlýtur leik að fara að ljúka núna kl. 20:00 að staðartíma í Crans Montana í Sviss. (Kl. 18:00 hjá okkur heima á Íslandi)

Birgir Leifur hóf leik á 10. teig og byrjaði gífurlega vel; fékk strax 2 fugla, á 10. og 11. holu, en fékk síðan skolla á par-4 14. holuna.  Síðan komu góðir fuglar á 15. og 16. holu og nú er Birgir Leifur á 3 undir pari!

Hann er aðeins 1 höggi á eftir þeim þremur, sem deila efsta sætinu: Skotanum Jamie McLeary, Þjóðverjanum Moritz Lampert og Norður-Íranum efnilega Alan Dunbar…. og allar fyrri 9 eftir.

Meðal keppanda í mótinu er stóri bróðir Carly Booth, Wallace en þau bæði eru börn fyrrum rótara Bítlanna, sem byggði einkagolfvöll í Skotlandi þannig að börn hans, Carly og Wallace gætu spilað golf.  Wallace er líkt og Birgir á 3 undir pari, en er búinn að klára allar 18 holurnar.

Góð byrjun hjá Birgi Leif!!!

Sjá má stöðuna á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu með því að  SMELLA HÉR: