Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 07:30

LET: IK Kim leiðir í Helsingborg

Í gær, 5. september hófst í Helsingborg í Danmörku, The Helsingborg Open, í Vasatorp golfklúbbnum í Helsingborg, Danmörku, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Eftir 1. hring er suður-kóreanski kylfingurinn In Kyung Kim (IK Kim) sem er í forystu.

Hún spilaði 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum; á hring þar sem hún missti hvergi högg fékk 7 fugla og 11 pör.

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir er Pernilla Lindberg frá Svíþjóð og þriðja sætinu deila 9 kylfingar þ.á.m Maria Hjorth frá Svíþjóð, en allar hafa þær spilað á 4 undir pari.

Annar 7 kylfinga hópur deilir síðan 12. sætinu á 3 undir pari, en þ.á.m. er sænski kylfingurinn Caroline Hedwall.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag The Helsingborg Open SMELLIÐ HÉR: