Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 08:30

Birgir Leifur spilaði 12 holur

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, náði að spila 12 holur í gær á 1. hring  Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu, sem frestaðist í gær um 4 tíma vegna þoku.  Mótið fer fram í Pléneuf í Frakklandi.

Birgir Leifur er enn á 3 undir pari eftir 12 holur og vonandi að hann haldi því skori eða bæti það jafnvel!

Birgir Leifur hóf leik á 10. teig og byrjaði gífurlega vel; fékk strax 2 fugla, á 10. og 11. holu, en fékk síðan skolla á par-4 14. holuna.  Síðan komu góðir fuglar á 15. og 16. holu og Birgi Leif tókst að fá 3 pör á fyrstu 3 holurnar á fyrri hluta vallarins þ.e. 1.-3. holu vallarins (10.-12. holu á hring Birgis Leifs).

Birgir á rástíma kl. 6:30 til þess að klára síðustu 6 holurnar af 1. hring og fer síðan út kl. 10:10 að íslenskum tíma til þess að spila 2. hring.

Við vonum að sjálfsögðu að allt gangi vel hjá Birgi Leif í dag!!!

Til þess að sjá stöðuna á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu SMELLIÐ HÉR: