Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 15:10

Birgir Leifur var að fara út

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, var að fara út nákvæmlega við birtingu þessarar fréttar, á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu í dag, en mótið er hluti Áskorendamótaraðarinnar.

Leikið er á Blue Green de Pléneuf Val André vellinum, í Pléneuf, Frakklandi.

Upphaflega átti Birgir Leifur rástíma kl. 11:10 að íslenskum tíma en mótinu seinkaði um 4 tíma vegna þoku og fór hann því út núna kl. 15:10 (kl. 17:10 í Crans).

Birgir Leifur nær hugsanlega ekki að spila nema 9 holur því það dimmir í kringum kl. 19:00 í Crans.

Vonandi gengur Birgi Leif sem allra best!!!

Til að fylgjast með gengi Birgis Leifs á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu SMELLIÐ HÉR: