Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 18:30

Fyrrum kæresta Martin Kaymer giftist hokkístjörnu

Fyrrum Dallas Stars miðjumaðurinn Mike Modano er í karabíska hafinu á hveitibrauðsdögum sínum, nánar tiltekið St. Bart´s eyjunni, eftir að hafa kvænst fyrrum kærestu þýska kylfingsins Martin Kaymer, Allison Micheletti.

Mike Modano og Allison Micheletti

Mike Modano og Allison Micheletti

Mike Modano er 43 ára en Micheletti 24 ára. Þau giftust s.l. sunnudag í Hotel Joule í Dallas, Texas.

Þetta er í 2. skiptið sem hinn geysivinsæli Modano kvænist, en nýlega lauk hjúskap hans til 5 ára við leikkonuna/módelið Willu Ford.  Micheletti er dóttir fyrrum NHL leikmannsins Joe Micheletti sem nú er fréttamaður hjá fréttastöð New York Rangers.

Allison og Mike

Allison og Mike

Modano er sá bandaríski leikmaður í sögu NHL sem skorað hefur flest mörk eða alls 561 og 1374 punkta. Hann spilaði 20 keppnistímabil með Stars í Minnesota og Dallas áður en hann hætti eftir 1 keppnistímabil með Detroit Red Wings.

Leiðinlegt að Kaymer og Micheletti skyldu ekki hafa náð saman en þau þóttu einstaklega fallegt par – Allison er þar að auki atvinnumaður í golfi, líkt og Kaymer, en Modano er sagður spila golf sér til skemmtunar.

Martin Kaymer kylfuberi fyrir kærestuna Allison Micheletti í Q-school LPGA, í desember 2010.

Martin Kaymer kylfuberi fyrir kærestuna Allison Micheletti í Q-school LPGA, í desember 2010.