Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 14:30

Omega European Masters í beinni

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Omega European Masters, en spilað er í Crans Montana í Sviss á Alpagolfvellinum flotta Crans-sur-Sierre.

Sem stendur er það Indverjinn Anirban Lahiri sem leiðir en hann átti draumabyrjun og hring upp á 63 högg í dag!

Ye We-chong 13 ára kínverski strákurinn, sem spilar í mótinu í boði styrktaraðila lauk hring sínum á 7 yfir pari og er í 3. neðsta sæti.

Miguel Ángel Jiménez sem gagnrýndi þátttöku stráksins og aðallega pressuna sem verið væri að setja á hann, lauk sínum hring á 65 höggum og deilir sem stendur 2. sætinu með Englendingnum unga Tommy Fleetwood.

Til þess að sjá mótið í beinni SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fylgjast með gengi keppenda á mótinu á skortöflu SMELLIÐ HÉR: