Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 07:00

Evróputúrinn: Lahiri efstur eftir 1. dag

Það er Indverjinn Anhirban Lahiri, sem leiðir eftir 1. dag á Omega European Masters í Crans Montana í Sviss.

Lahiri yfirvann meiðsli í hné, sem hafa verið að há honum og átti frábæran 1. hring í mótinu upp á 8 undir pari, 63 högg, sem skilaði honum í 1. sætið.

Þrír deila 2. sætinu Miguel Ángel Jiménez, Tommy Fleetwood og Paul Casey allir á 6 undir pari, 65 höggum.

Thomas Björn er síðan í 5. sæti á 5 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: