Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 14:25

Gísli í 1. sæti!!!! – U18 lið Íslands í 3. sæti!!!

Íslenska piltalandsliðið í golfi er í þriðja sæti á samtals  15 höggum yfir pari eftir annan hringinn af þremur í undankeppni Evópumóts pilta 18 ára og yngri, en sætinu deilir liðið með liði Portúgal.  Lið Belgíu er í efsta sæti á samtals 8 yfir pari og lið Wales í 2. sæti á samtals 10 yfir pari. Fimm bestu skorin telja eftir hvern hring þannig að okkar strákar eru sannarlega með í báráttunni, þrjár þjóðir af ellefu komast áfram á Evrópumótið sem fram fer í Noregi að ári.  Allt lítur því vel út hjá strákunum okkar í augnablikinu!!! Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili átti frábæran hring í dag upp á 3 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 13:20

Birgir Leifur komst áfram!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er kominn áfram á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Hann lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (68 72 70 68), á Fleesensee golfvellinum í Göhren-Lebbin, í Þýskalandi. Birgir Leifur varð í 12. sæti ásamt 2 öðrum, en 20 efstu í mótinu komust áfram á 2. stig úrtökumótsins. Þórður Rafn Gissurarson, GR, sem einnig tók þátt í mótinu, lék á samtals 5 undir pari, 283 höggum (71 69 71 72) og varð í 30. sæti og komst því miður ekki áfram á næsta stig úrtökumótsins. Til þess að sjá lokastöðuna í Fleesensee SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 12:30

Föstudagsgolfgrín: Arabi á golfvellinum

Það er kominn föstudagur og kominn tími á smá golfgrín. Hér má sjá fyndið myndskeið um araba í golfi SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adam Örn Jóhannsson – 20. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Adam Örn Jóhannsson. Adam Örn er fæddur 20. september 1980 og er því 33 ára í dag. Adam Örn er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS).  Hann hefir sigrað í ýmsum opnum mótum m.a. haustmótaröð GVS 2011 og Opna Carlsberg mótinu hjá Golfklúbbi Hveragerðis 2012. Adam Örn Jóhannsson · 33 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Marty Schiene, 20. september 1958  (55 ára); Becky Larson, 20. september 1961 (52 ára);  Jenny Murdock, 20. september 1971 (42 ára); Chad Collins, 20. september 1978 (35 ára) . Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 11:30

Els meðal stjörnukylfinga á Dunhill

Dunhill Links Championship hefst í næstu viku á  Carnoustie Championship Course. Auk Carnoustie er spilað á St Andrews Old Course og Kingsbarns. Fjórfaldur risamótsmeistarinn Ernie Els er meðal þeirra heimsklassakylfinga sem þátt taka í mótinu. Meðal þátttakenda í mótinu eru 12 risamótsmeistarar en auk Els eru það: Rich Beem, Michael Campbell, Darren Clarke, Retief Goosen, Pádraig Harrington, Martin Kaymer, Paul Lawrie, Shaun Micheel, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel og Vijay Singh. Sá sem á titil að verja, Branden Grace mun líka taka þátt og vonast eftir að verða fyrsti kylfingur sögunnar til að vinna tvö Alfred Dunhill Links mót í röð. Meðal þeirra frægu kylfinga sem tilkynnt hafa að þeir muni taki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 10:45

Monty vill verða aðstoðarfyrirliði í Ryder Cup 2014

Colin Montgomerie (Monty) hefir komið fram í viðtali  á Sky Sports og upplýst að hann hafi áhuga á að verða aðstoðarfyrirliði Paul McGinley, fyrirliða Ryder Cup 2014. „Ég vona bara að Evrópa eigi sama árangur (í Ryder Cup) og árin 2010 og 2012. – Það er eitt að vera fyrirliði í Ryder Cup en síðan annað að halda bikarnum í Evrópu.“ „Hann (McGinley) mætir sterkum andstæðingi í Tom Watson og liði hans sem kemur að ári og keppir hér og við óskum Paul og liðinu góðs gengis“ var meðal þess sem Monty sagði í viðtalinu.“ „Ég get ekki gefið honum nein ráð, sem hann þekkir ekki nú þegar. Hann hefir verið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 10:10

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn og Berglind hefja leik á Lady Paladin Inv. í dag

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, og golflið Furman og klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG hefja leik í dag á Lady Paladin Invitational, en gestgjafi er háskóli Ingunnar, Furman. Mótið fer fram í Greenville, Suður-Karólínu dagana 20.-22. september 2013. Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Berglindar og Ingunnar á Lady Paladin Invitational  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og félagar hefja leik í Tennessee í dag

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hefja leik í dag á Dick’s Sporting Goods ACC/SEC Challenge í Kingston Springs, Tennessee. Mótið stendur dagana 20.-22. september 2013.   Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Axels og félaga í liðakeppninni SMELLIÐ HÉR:  Til þess að fylgjast með gengi Axels í einstaklingskeppninni SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 23:45

Arnold Palmer fær púttráð frá módelinu Kate Upton – Myndskeið

Jafnvel þeir allra bestu eru aldrei of stórir til þess að þiggja góð ráð. Súprmódelið Kate Upton gaf þannig Arnold Palmer góð púttráð ….. og hann féll fyrir fegurðinni og þáði öll ráð sem hún gaf. Þau tvö Upton og Palmer eru miklir vinir og koma þau m.a. saman fram í desember eintaki Golf Digest. Til þess að sjá myndskeiðið þar sem Kate Upton gefur golfgoðsögninni Arnold Palmer púttráð SMELLIÐ HÉR:  Einhver hefði nú talið að það ætti að vera öfugt?

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 23:30

Vijay keppir í fyrsta sinn á öldungamótaröð PGA – Viðtal

Vijay Singh, 50 ára, frá Fidji-eyjum, sem á síðari misserum er aðallega þekktur fyrir að taka inn hreindýrahornsblöndu til þess að halda sér frískum og unglegum og öllum fokviðrinu og málaferlunum í kringum það, er að hefja feril sinn á Champions Tour þ.e. öldungamótaröð PGA. Vijay valdi Pacific Links Hawaii Championship, sem fyrsta mót sitt á öldungamótaröðinni, en það hefst á morgun í  Kapolei, Hawaii. Vijay, sem er þrefaldur risamótsmeistari, svaraði nokkrum spurningum fráttamanns Champions Tour, sem hér fara á eftir: Sp. Hvernig stóð á því að þú valdir Pacific Links Hawaii Championship til þess að hefja feril þinn á Champions Tour? Vijay: Ég var þegar kominn til Hawaii.  Ég vissi að Lesa meira