Gísli Sveinbergsson, GK, Icelandic Champion in Match Play in the category of boys 15-16 claimed 2nd place in Vierumäki, Finland after sudden death
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 14:25

Gísli í 1. sæti!!!! – U18 lið Íslands í 3. sæti!!!

Íslenska piltalandsliðið í golfi er í þriðja sæti á samtals  15 höggum yfir pari eftir annan hringinn af þremur í undankeppni Evópumóts pilta 18 ára og yngri, en sætinu deilir liðið með liði Portúgal.  Lið Belgíu er í efsta sæti á samtals 8 yfir pari og lið Wales í 2. sæti á samtals 10 yfir pari.

Íslenska piltalandsliðið

Íslenska piltalandsliðið

Fimm bestu skorin telja eftir hvern hring þannig að okkar strákar eru sannarlega með í báráttunni, þrjár þjóðir af ellefu komast áfram á Evrópumótið sem fram fer í Noregi að ári.  Allt lítur því vel út hjá strákunum okkar í augnablikinu!!!

Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili átti frábæran hring í dag upp á 3 undir pari, 69 högg. Á hringnum fékk hann 6 fugla og 3 skolla, þ.á.m. fékk Gísli 3 fugla í röð á 14.-16. holu!!! Glæsilegt hjá Gísla!!!!

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis er í 2. sæti sem hann deilir með Spencer Charlie White frá Wales!!! Báðir  hafa leikið á samtals 2 undir pari, Fannar Ingi (72 70); og Spencer Charlie (71 71).  Flott hjá Fannari Inga!!!

Sætistala og skor strákanna okkar: 

1. sæti Gísli Sveinbergsson, GK, (72 69)

2. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, (72 70)

22. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG, (73 75 )

28. sæti Ragnar Emil Gunnarsson, GKG, (78 73)  Fór upp um heil 8 sæti!!!! – Frábær árangur!!!

52. sæti Henning Darri Þórðarson, GK (83 75)  Fór upp um heil 8 sæti!!!! – Frábær árangur!!!

52. sæti Birgir Björn Magnússon, GK (79 79)

Hér er hægt að sjá skor keppenda með því að SMELLA HÉR: