Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 11:30

Els meðal stjörnukylfinga á Dunhill

Dunhill Links Championship hefst í næstu viku á  Carnoustie Championship Course.

Auk Carnoustie er spilað á St Andrews Old Course og Kingsbarns.

Fjórfaldur risamótsmeistarinn Ernie Els er meðal þeirra heimsklassakylfinga sem þátt taka í mótinu.

Meðal þátttakenda í mótinu eru 12 risamótsmeistarar en auk Els eru það: Rich Beem, Michael Campbell, Darren Clarke, Retief Goosen, Pádraig Harrington, Martin Kaymer, Paul Lawrie, Shaun Micheel, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel og Vijay Singh.

Sá sem á titil að verja, Branden Grace mun líka taka þátt og vonast eftir að verða fyrsti kylfingur sögunnar til að vinna tvö Alfred Dunhill Links mót í röð.

Meðal þeirra frægu kylfinga sem tilkynnt hafa að þeir muni taki þátt í Pro-Am hluta mótsins eru tónlistarmennirnir Don Felder og Huey Lewis,  Riverdance stjarnan Michael Flatley og leikararnir Andy Garcia, Hugh Grant, Kyle MacLachlan, James Nesbitt og Luke Wilson.