Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 22:30

Stenson leiðir eftir 1. dag Tour Championship

Það er Henrik Stenson sem tekið hefir forystuna á 4. og síðasta móti FedExCup umspilsins, Tour Championship, sem hófst í dag á East Lake golfvellinum í Atlanta.  Nú eru aðeins 30 bestu eftir sem keppa um 10 milljón dollara bónusinn! Stenson lék par-70 East Lake völlinn á 6 undir pari, 64 höggum; fékk 7 fugla, 10 pör og 1 skolla. Hér má t.a.m. sjá Stenson fá fugl á 18. holu sína á hringnum  SMELLIÐ HÉR:  Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Stenson er Adam Scott og þriðja sætinu aðeins 2 höggum á eftir á 4 undir pari eru Steve Stricker og Billy Horschel. Tiger lék á 3 yfir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 20:15

Evróputúrinn: 3 leiða á Opna ítalska eftir 1. dag

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Open d´Italia Lindt, sem hófst í dag og fer fram í Tórínó á Ítalíu nánar tiltekið Golf Club de Torino. Efstir eftir 1. dag eru það 3 kylfingar sem deila forystunni: Belginn Nicolas Colsaerts, Ricardo Gonzalez frá Argentínu og Maximillian Kiefer frá Þýskalandi.   Allir léku þeir á 7 undir pari, 65 höggum.   Colsaerts fékk skolla á 1. holu sinni á hringnum (þeirri 10.) en átti eftir að ná frábærum 6 fuglum í röð. Hann vann högg á 18. holunni og átti stöðuga seinni 9, þar sem hann fékk 8 pör og fuglinn á 18. Colsaerts sagði m.a. eftirfarandi eftir hringinn góða: „Að frátöldum skollanum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 19:55

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lincicome – 19. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Brittany Grace Lincicome. Hún er fædd 19. september 1985 í St. Petersburg, Flórída og því 28 ára í dag. Brittany býr í bænum Seminole í Flórída, en bæjarheitið er hið sama og nafnið á eina indíánaættflokk, sem býr í Flórída, en þeir búa á Seminole-verndarsvæðinu og reka þar m.a. spilavíti. Lincicome er meðal högglengstu kylfingur LPGA, slær um 278,6 yarda (255 metra). Hún varð atvinnumaður 2004 eftir að hafa “útskrifast” í 20. sæti úr Q-school LPGA. Fyrsti sigur hennar var á HSBC-heimsmeistaramóti kvenna, þar sem hún sigraði Michelle Wie í fjórðungsúrslitum, Lorenu Ochoa í undanúrslitum og Julie Inkster í lokaeinvíginu um meistaratitilinn. Næst sigraði hún í Ginn Open í apríl 2007, þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 19:30

Stenson meiddur í úlnlið

Henrik Stenson fór út í lokaráshópnum á East Lake ásamt Tiger, með meiddan úlnlið. Stenson sem  vann Deutsche Bank Championship í byrjun september var í 2. sæti á FedExCup listanum og því fór hann út síðastur ásamt Tiger sem var efstur í ár. Úlnliðurinn og bólgan þráláta, sem í honum er, voru þegar farin að plaga Stenson í BMW Championship í Chicago fyrr í vikunni. Það hefir ekki verið neinn tími til að hvíla úlnliðinn, en um það hafði Stenson m.a. eftirfarandi að segja: „Þetta er engin kjöraðstaða. Þetta er býsna sárt. En vonandi held ég út í aðra 4 daga og spila gott golf.“ „Þetta byrjaði í síðustu viku á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 18:00

Birgir í 16. og Þórður í 20. sæti eftir 3. hring

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Þórður Rafn Gissurarson, GR, léku 3. hring í Q-school Evrópumótaraðarinnar á golfvelli Fleesensee Golf & Country Club í Göhren-Lebbin,  Þýskalandi, í dag. Birgir Leifur lék á 70 höggum í dag og er samtals á 6 undir pari, 210 höggum (68 72 70) og er í 16. sæti sem hann deilir með 3 öðrum kylfingum. Þórður Rafn lék á 71 höggi í dag og er 1 höggi á eftir Birgi Leif á samtals 211 höggum (71 69 71).  Hann er í 20. sæti sem hann deilir með 4 kylfingum. Aðeins 20 komast áfram á 2. stig og óskar Golf 1 þeim Birgi Leif og Þórði Rafni góðs Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 17:45

Piltalandsliðið í 4. sæti

Íslenska piltalandsliðið í golfi er í fjórða sæti á 14 höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn af þremur í undankeppni Evópumóts pilta 18 ára og yngri. Fimm bestu skorin telja eftir hvern hring þannig að okkar strákar eru sannarlega með í báráttunni, þrjár þjóðir af ellefu komast áfram á Evrópumótið sem fram fer í Noregi að ári. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis léku best okkar pilta á 72 höggum eða á pari vallarins. Sætistala og skor strákanna okkar:  3. sæti Gísli Sveinbergsson, GK, 72 högg, par 3. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 72 högg, par 7. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG, 73 högg, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 12:00

Birgir Leifur og Þórður Rafn í 16. sæti í Þýskalandi eftir 2. hring

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Þórður Rafn Gissurarson, GR,taka þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar á golfvelli Fleesensee Golf & Country Club í Göhren-Lebbin,  Þýskalandi. Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1 Eftir 2 leikna hringi eru þeir Birgir Leifur og Þórður Rafn báðir í 16. sæti, sem þeir deila með 6 öðrum; báðir á samtals 4 undir pari, 140 höggum Birgir Leifur (68 72) og Þórður Rafn (71 69). Báðir áttu þeir Birgir Leifur og Þórður Rafn rástíma kl. 12:40 að staðartíma (þ.e. 10:40 að íslenskum tíma) og eru því farnir út. Fylgjast má með skori þeirra eftir 3. hring með því að SMELLA HÉR: (ath að taflan er ekki uppfærð fyrr Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 10:30

Ólafur Már hætti í Q-school vegna bakmeiðsla

Ólafur Már Sigurðsson, GR, tók þátt í 1. stigi úrtökumóts (Q-school) fyrir Evrópumótaröðina í Crewe, Englandi, nánar tiltekið á golfvelli Wychwood Park. Hann hefir nú sagt sig úr mótinu vegna bakmeiðsla, en hann náði sér aldrei á strik með verki, sem endurspegluðust í hringjum hans upp á 16 yfir par,  81 og 79. Ólafur Már hefir nú leitað sér aðstoðar sjúkraþjálfara og hafið endurhæfingu. Sjá má stöðuna í Wychwood Park með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2013 | 22:00

Sigurpáll hættir með afreksstarfið hjá Keili – Viðtal

Þær fréttir bárust nú í vikunni að Sigurpáll Geir Sveinsson og Jóhann Hjaltason, golfkennarar Golfklúbbsins Keilis væru að hætta eftir áralöng störf hjá klúbbnum.  Sigurpáll hefir þannig starfað í 4 ár hjá Keili og haft yfirumsjón með öllu afreksstarfi barna og unglinga.  Og árangurinn í starfstíð hans hjá Keili hefir ekki látið á sér standa. Keiliskrakkarnir hans Sigurpáls hafa hrúgað inn Íslandsmeistaratitlum og verðlaunum á Íslandsbankamótaröðunum, öðrum unglingamótum og staðið sig vel á mótaröð þeirra bestu, Eimskipsmótaröðinni.   Starf Sigurpáls hjá Keili er þakkarvert og í raun ómetanlegt og margir sem harma brotthvarf hans. Golf 1 tók eftirfarandi viðtal við Sigurpál um starfslokin hjá Keili: Hvernig var viðskilnaðurinn við Keili, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2013 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásgerður Gísladóttir – 18. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er  Ásgerður Gísladóttir. Ásgerður er fædd 18. september 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag.  Hún er í Golfklúbbi Hveragerðis og er m.a. klúbbmeistari GHG 2013.  Ásgerður hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum t.a.m. Lancôme mótinu á Hellu og Vormótum í Sandgerði og verið sigursæl þar.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Ásgerður Gísladóttir (50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Ari Friðbjörn Guðmundsson, 18. september 1927 forystumaður í samtökum kylfinga um árabil …… 0g ……   Steinunn Björk Eggertsdóttir Guðlaugur Þorsteinsson (35 ára) Bryggjan Lesa meira