Stenson leiðir eftir 1. dag Tour Championship
Það er Henrik Stenson sem tekið hefir forystuna á 4. og síðasta móti FedExCup umspilsins, Tour Championship, sem hófst í dag á East Lake golfvellinum í Atlanta. Nú eru aðeins 30 bestu eftir sem keppa um 10 milljón dollara bónusinn! Stenson lék par-70 East Lake völlinn á 6 undir pari, 64 höggum; fékk 7 fugla, 10 pör og 1 skolla. Hér má t.a.m. sjá Stenson fá fugl á 18. holu sína á hringnum SMELLIÐ HÉR: Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Stenson er Adam Scott og þriðja sætinu aðeins 2 höggum á eftir á 4 undir pari eru Steve Stricker og Billy Horschel. Tiger lék á 3 yfir Lesa meira
Evróputúrinn: 3 leiða á Opna ítalska eftir 1. dag
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Open d´Italia Lindt, sem hófst í dag og fer fram í Tórínó á Ítalíu nánar tiltekið Golf Club de Torino. Efstir eftir 1. dag eru það 3 kylfingar sem deila forystunni: Belginn Nicolas Colsaerts, Ricardo Gonzalez frá Argentínu og Maximillian Kiefer frá Þýskalandi. Allir léku þeir á 7 undir pari, 65 höggum. Colsaerts fékk skolla á 1. holu sinni á hringnum (þeirri 10.) en átti eftir að ná frábærum 6 fuglum í röð. Hann vann högg á 18. holunni og átti stöðuga seinni 9, þar sem hann fékk 8 pör og fuglinn á 18. Colsaerts sagði m.a. eftirfarandi eftir hringinn góða: „Að frátöldum skollanum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lincicome – 19. september 2013
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Brittany Grace Lincicome. Hún er fædd 19. september 1985 í St. Petersburg, Flórída og því 28 ára í dag. Brittany býr í bænum Seminole í Flórída, en bæjarheitið er hið sama og nafnið á eina indíánaættflokk, sem býr í Flórída, en þeir búa á Seminole-verndarsvæðinu og reka þar m.a. spilavíti. Lincicome er meðal högglengstu kylfingur LPGA, slær um 278,6 yarda (255 metra). Hún varð atvinnumaður 2004 eftir að hafa “útskrifast” í 20. sæti úr Q-school LPGA. Fyrsti sigur hennar var á HSBC-heimsmeistaramóti kvenna, þar sem hún sigraði Michelle Wie í fjórðungsúrslitum, Lorenu Ochoa í undanúrslitum og Julie Inkster í lokaeinvíginu um meistaratitilinn. Næst sigraði hún í Ginn Open í apríl 2007, þar Lesa meira
Stenson meiddur í úlnlið
Henrik Stenson fór út í lokaráshópnum á East Lake ásamt Tiger, með meiddan úlnlið. Stenson sem vann Deutsche Bank Championship í byrjun september var í 2. sæti á FedExCup listanum og því fór hann út síðastur ásamt Tiger sem var efstur í ár. Úlnliðurinn og bólgan þráláta, sem í honum er, voru þegar farin að plaga Stenson í BMW Championship í Chicago fyrr í vikunni. Það hefir ekki verið neinn tími til að hvíla úlnliðinn, en um það hafði Stenson m.a. eftirfarandi að segja: „Þetta er engin kjöraðstaða. Þetta er býsna sárt. En vonandi held ég út í aðra 4 daga og spila gott golf.“ „Þetta byrjaði í síðustu viku á Lesa meira
Birgir í 16. og Þórður í 20. sæti eftir 3. hring
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Þórður Rafn Gissurarson, GR, léku 3. hring í Q-school Evrópumótaraðarinnar á golfvelli Fleesensee Golf & Country Club í Göhren-Lebbin, Þýskalandi, í dag. Birgir Leifur lék á 70 höggum í dag og er samtals á 6 undir pari, 210 höggum (68 72 70) og er í 16. sæti sem hann deilir með 3 öðrum kylfingum. Þórður Rafn lék á 71 höggi í dag og er 1 höggi á eftir Birgi Leif á samtals 211 höggum (71 69 71). Hann er í 20. sæti sem hann deilir með 4 kylfingum. Aðeins 20 komast áfram á 2. stig og óskar Golf 1 þeim Birgi Leif og Þórði Rafni góðs Lesa meira
Piltalandsliðið í 4. sæti
Íslenska piltalandsliðið í golfi er í fjórða sæti á 14 höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn af þremur í undankeppni Evópumóts pilta 18 ára og yngri. Fimm bestu skorin telja eftir hvern hring þannig að okkar strákar eru sannarlega með í báráttunni, þrjár þjóðir af ellefu komast áfram á Evrópumótið sem fram fer í Noregi að ári. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis léku best okkar pilta á 72 höggum eða á pari vallarins. Sætistala og skor strákanna okkar: 3. sæti Gísli Sveinbergsson, GK, 72 högg, par 3. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 72 högg, par 7. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG, 73 högg, Lesa meira
Birgir Leifur og Þórður Rafn í 16. sæti í Þýskalandi eftir 2. hring
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Þórður Rafn Gissurarson, GR,taka þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar á golfvelli Fleesensee Golf & Country Club í Göhren-Lebbin, Þýskalandi. Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1 Eftir 2 leikna hringi eru þeir Birgir Leifur og Þórður Rafn báðir í 16. sæti, sem þeir deila með 6 öðrum; báðir á samtals 4 undir pari, 140 höggum Birgir Leifur (68 72) og Þórður Rafn (71 69). Báðir áttu þeir Birgir Leifur og Þórður Rafn rástíma kl. 12:40 að staðartíma (þ.e. 10:40 að íslenskum tíma) og eru því farnir út. Fylgjast má með skori þeirra eftir 3. hring með því að SMELLA HÉR: (ath að taflan er ekki uppfærð fyrr Lesa meira
Ólafur Már hætti í Q-school vegna bakmeiðsla
Ólafur Már Sigurðsson, GR, tók þátt í 1. stigi úrtökumóts (Q-school) fyrir Evrópumótaröðina í Crewe, Englandi, nánar tiltekið á golfvelli Wychwood Park. Hann hefir nú sagt sig úr mótinu vegna bakmeiðsla, en hann náði sér aldrei á strik með verki, sem endurspegluðust í hringjum hans upp á 16 yfir par, 81 og 79. Ólafur Már hefir nú leitað sér aðstoðar sjúkraþjálfara og hafið endurhæfingu. Sjá má stöðuna í Wychwood Park með því að SMELLA HÉR:
Sigurpáll hættir með afreksstarfið hjá Keili – Viðtal
Þær fréttir bárust nú í vikunni að Sigurpáll Geir Sveinsson og Jóhann Hjaltason, golfkennarar Golfklúbbsins Keilis væru að hætta eftir áralöng störf hjá klúbbnum. Sigurpáll hefir þannig starfað í 4 ár hjá Keili og haft yfirumsjón með öllu afreksstarfi barna og unglinga. Og árangurinn í starfstíð hans hjá Keili hefir ekki látið á sér standa. Keiliskrakkarnir hans Sigurpáls hafa hrúgað inn Íslandsmeistaratitlum og verðlaunum á Íslandsbankamótaröðunum, öðrum unglingamótum og staðið sig vel á mótaröð þeirra bestu, Eimskipsmótaröðinni. Starf Sigurpáls hjá Keili er þakkarvert og í raun ómetanlegt og margir sem harma brotthvarf hans. Golf 1 tók eftirfarandi viðtal við Sigurpál um starfslokin hjá Keili: Hvernig var viðskilnaðurinn við Keili, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ásgerður Gísladóttir – 18. september 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ásgerður Gísladóttir. Ásgerður er fædd 18. september 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Hveragerðis og er m.a. klúbbmeistari GHG 2013. Ásgerður hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum t.a.m. Lancôme mótinu á Hellu og Vormótum í Sandgerði og verið sigursæl þar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Ásgerður Gísladóttir (50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ari Friðbjörn Guðmundsson, 18. september 1927 forystumaður í samtökum kylfinga um árabil …… 0g …… Steinunn Björk Eggertsdóttir Guðlaugur Þorsteinsson (35 ára) Bryggjan Lesa meira








