Þórdís best á Securitas mótinu!
Í dag, 21. september 2013 fór fram á Hvaleyrarvelli, Opna Securitas kvennamótið í samstarfi við Úr og Gull. Veitt voru verðlaun fyrir besta skorið og 5 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf. Þátttakendur voru 85. Á besta skorinu varð Þórdís Geirsdóttir, klúbbmeistari GK 2013, en hún lék Hvaleyrina á 3 yfir pari, 74 höggum. Í punktakeppninni sigraði Margrét Berg Theodórsdóttir, GK á 38 punktum; í 2. sæti varð Alda Harðardóttir, GKG á 36 punktum og í 3. sæti varð Þórdís Geirs, GK á 35 puntkum. Í 4. sæti á 34 punktum varð Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, GK og í 5. sæti á 33 punktum urðu klúbbmeistari GOB 2013 Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir Lesa meira
Stenson eykur enn forystu sína
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson eykur enn forystu sína á Tour Championship. Hann spilaði í dag á 1 undir pari og er nú á samtals 11 undir pari, 199 höggum (64 66 69). Í 2. sæti, 4 höggum á eftir Stenson er Dustin Johnson, á samtals 7 undir pari og í 3. sæti á samtals 5 undir pari er Steve Stricker. Tiger bætti sig enn um 2 högg þrátt fyrir meinta þreytu og sögusagnir um kærestu sína. Samtals er Tiger búinn að spila á samtals 3 yfir pari (73 71 69) og deilir 26. sæti. Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn sem spilaður verður á morgun á Tour Championship SMELLIÐ Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sólveig Leifsdóttir – 21. september 2013
Það er Sólveig Leifsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Sólveig er fædd 21. september 1951. Hún er í Golfklúbbi Ísafjarðar. Sólveig er góður kylfingur og það er sannkölluð ánægja og heiður að spila golf með henni; hún er góður félagi utan vallar sem innan. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sólveig Leifsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hannes Jóhannsson, GSG, 21. september 1979 (34 ára); Lia Biehl, (spilaði á LPGA) 21. september 1969 (44 ára) ….. og ….. Svana Jónsdóttir (38 ára) Hulda Björg Birgisdóttir (53 ára) Albína Unndórsdóttir (66 ára) Siglfirðingur Siglufirði (55 ára) Erna Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Nr. 1 Eiríkur var versti kylfingur klúbbsins. Hann var að fara að slá í boltann. Hann var með fæturnar í sundur, en bara rétt aðeins; hann horfði á boltann; en bara rétt aðeins; hann tók nokkur æfingavögg með drævernum; en bara svona rétt aðeins, síðan…. tók hann fulla sveiflu og……. hitti ekki boltann. Í 4. sveiflu sinni rétt náði hann að hitta í boltann sem rúllaði u.þ.b. 5 metra niður eftir brautinni. Hann leit upp örvætingafullur og sá að ókunnur maður var að fylgjast með honum. „Sjáðu nú til!“ hrópaði Eiríkur reiður. „Það eru bara kylfingar sem mega vera á þessum golfvelli!“ Ókunni maðurinn kinkaði kolli. „Ég veit herra minn,“ Lesa meira
Sögusagnir um framhjáhald Vonn
Allir vita að Tiger Woods hélt framhjá konu sinni Elínu Nordegren 2009, sem leiddi til skilnaðar þeirra hjónakorna. Nú hafa nýjar sögusagnir farið á kreik um framhjáhald í sambandi Tiger og Lindsey Vonn …. nema nú er það ekki Tiger sem á að hafa haldið framhjá heldur Lindsey. Slúðurfréttablaðið The National Enquirer birti þannig grein um að sést hefði til Lindsey Vonn á tónleikum með Justin Timberlake og JayZ í Miami, þar sem farið hefði ansi vel á með henni og manni sem ekki var Tiger Woods. Lindsey var svo sannarlega á tónleikunum því stuttu eftir þá tvítaði hún eftirfarandi: „Wow that was amazing! Best concert I’ve ever been to! Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Webb Simpson? (2/3)
Árið 2011 í ferli Webb Simpson Eftir að byrja keppnistímabilið 2011 vel með þremur topp-25 áröngrum á fyrstu 5 mótunum, fékk Simpson fyrsta tækifæri sitt til þess að vinna PGA Tour titil á Transition Championship, en hann fékk skolla á lokaholunni og tapaði með 1 höggi fyrir Gary Woodland. Simpson komst jafnvel enn nær fyrsta PGA Tour titli sínum þegar hann tapaði í bráðabana fyrir Bubba Watson á Zurich Classic of New Orleans. Kylfingarnir tveir voru báðir á 15 undir pari eftir 72 holur. Á 15. holu fékk Simpson hinsvegar 1 högg í víti þegar bolti hans hreyfðist aðeins þegar hann var að fara að slá. Þetta þýddi að Bubba gat jafnað Lesa meira
Evróputúrinn: Fraser efstur
Marcus Fraser frá Ástralíu hefir tekið forystu á Opna ítalska í Tórínó, fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun. Fraser er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 205 höggum (66 71 68). Í 2. sæti á hæla Fraser eru Nicolas Colsaerts, Svíinn Joakim Lagegren og Francesco Molinari, allir á samtals 10 undir pari, hver. Simon Thornton og Felipe Aguilar, sem leiddu í gær eru komnir niður í 5. sætið og eru hvor um sig á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá stöðuna í heild fyrir lokahring Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta dagsins frá Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:
Gísli í 1. sæti – Fannar Ingi í 2. sæti og Ísland í 3. sæti á U18 EM – Ísland komið áfram á EM!!!
Íslenska piltalandsliðið náði í dag 3. sætinu í undankeppni Evópumóts pilta 18 ára og yngri eftir harða keppni við lið Portúgal. Fimm bestu skorin eftir hvern hring töldu og aðeins þrjár af ellefu þátttökuþjóðum komust áfram á Evrópumótið sem fram fer í Noregi að ári. Þetta er stórglæsilegur árangur strákanna okkar!!! Lið Íslands var á samtals 367 höggum en lið Portúgal á samtals 371 höggum á lokahringnum, en liðin voru jöfn í 3. sæti eftir 2. dag. Samtals varð lið Íslands á 22 yfir pari. Í 1. sæti í liðakeppninni varð lið Belgíu á samtals 17 yfir pari; í 2. sæti varð lið Wales á 18 yfir pari og Lesa meira
Stenson efstur í hálfleik
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er efstur á Tour Championship á East Lake í Atlanta nú þegar mótið er hálfnað. Stenson er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 130 höggum (64 66). Fast á hæla Stenson í 2. sæti er Adam Scott sem leikið hefir á 6 undir pari, 134 höggum (65 69). Í 3. sæti er síðan yngsti keppandi Tour Championship, Jordan Spieth frá Texas á samtals 5 undir pari, 135 höggum (68 67). Tiger bætti sig um 2 högg frá því í gær er á samtals 4 yfir pari, 144 höggum (73 71) og munar 14 höggum á honum og Stenson. Tiger er í 3. neðsta sætinu Lesa meira
Evróputúrinn: Molinari meðal efstu 3 þegar Opna ítalska er hálfnað
Það eru Philippe Aguilar frá Chile, Simon Thornton frá Írlandi og „heimamaðurinn“ Francesco Molinari sem deila efsta sætinu þegar mót vikunnar á Evrópumótaröðinni, Open d´Italia Lindt, er hálfnað. Þeir eru allir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Aguilar (69 66); Thornton (68 67) og Molinari (68 67). Fjórða sætinu deila Belginn Nicolas Colsaerts, David Higgins frá Írlandi og Englendingurinn Steve Webster; allir höggi á eftir forystumönnunum; á samtals 8 undir pari, 136 höggum, hver. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn eru Portúgalinn Ricardo Santos, risamótsmeistarinn David Duval frá Bandaríkjunum og Englendingurinn Robert Rock. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:








