Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 10:10

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn og Berglind hefja leik á Lady Paladin Inv. í dag

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, og golflið Furman og klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG hefja leik í dag á Lady Paladin Invitational, en gestgjafi er háskóli Ingunnar, Furman.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Mótið fer fram í Greenville, Suður-Karólínu dagana 20.-22. september 2013.

Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum.

Til þess að fylgjast með gengi Berglindar og Ingunnar á Lady Paladin Invitational  SMELLIÐ HÉR: