Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 13:20

Birgir Leifur komst áfram!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er kominn áfram á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina.

Hann lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (68 72 70 68), á Fleesensee golfvellinum í Göhren-Lebbin, í Þýskalandi.

Birgir Leifur varð í 12. sæti ásamt 2 öðrum, en 20 efstu í mótinu komust áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Þórður Rafn Gissurarson, GR, sem einnig tók þátt í mótinu, lék á samtals 5 undir pari, 283 höggum (71 69 71 72) og varð í 30. sæti og komst því miður ekki áfram á næsta stig úrtökumótsins.

Til þess að sjá lokastöðuna í Fleesensee SMELLIÐ HÉR: