Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 10:45

Monty vill verða aðstoðarfyrirliði í Ryder Cup 2014

Colin Montgomerie (Monty) hefir komið fram í viðtali  á Sky Sports og upplýst að hann hafi áhuga á að verða aðstoðarfyrirliði Paul McGinley, fyrirliða Ryder Cup 2014.

„Ég vona bara að Evrópa eigi sama árangur (í Ryder Cup) og árin 2010 og 2012. – Það er eitt að vera fyrirliði í Ryder Cup en síðan annað að halda bikarnum í Evrópu.“

„Hann (McGinley) mætir sterkum andstæðingi í Tom Watson og liði hans sem kemur að ári og keppir hér og við óskum Paul og liðinu góðs gengis“ var meðal þess sem Monty sagði í viðtalinu.“

„Ég get ekki gefið honum nein ráð, sem hann þekkir ekki nú þegar. Hann hefir verið varafyrirliði hjá mér, hjá Nick Faldo og Jose Maria Olazabal þannig að hann hefir mikla reynslu og öll Evrópa óskar honum góðs gengis.“

Aðspurður hvort Monty myndi þiggja að vera aðstoðarfyrirliði sagði hann: „Auðvitað myndi ég gera það. Ég geri allt til að hjálpa liði Evrópu í Gleneagles. Þar er heimili mitt og ég geri allt til að hvetja liðið og hjálpa því að halda bikarnum (í Evrópu).“

Til þess að sjá myndskeið af viðtali Sky Sports við Monty SMELLIÐ HÉR: