Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 23:30

Vijay keppir í fyrsta sinn á öldungamótaröð PGA – Viðtal

Vijay Singh, 50 ára, frá Fidji-eyjum, sem á síðari misserum er aðallega þekktur fyrir að taka inn hreindýrahornsblöndu til þess að halda sér frískum og unglegum og öllum fokviðrinu og málaferlunum í kringum það, er að hefja feril sinn á Champions Tour þ.e. öldungamótaröð PGA.

Vijay valdi Pacific Links Hawaii Championship, sem fyrsta mót sitt á öldungamótaröðinni, en það hefst á morgun í  Kapolei, Hawaii.

Vijay, sem er þrefaldur risamótsmeistari, svaraði nokkrum spurningum fráttamanns Champions Tour, sem hér fara á eftir:

Sp. Hvernig stóð á því að þú valdir Pacific Links Hawaii Championship til þess að hefja feril þinn á Champions Tour?
Vijay: Ég var þegar kominn til Hawaii.  Ég vissi að ég myndi verða í Hawaii ef ég tæki ekki þátt í FedExCup umspilinu. Valið var létt þar sem Pacific Links Championship fer fram í Hawaii.

Sp. Hefir þú talað við einhvern hverju megi búast við á Champions Tour?

Vijay: Góður vinur minn er Greg Hopkins. Hann spilaði í nokkrum  Champions Tour mótunum og hann sagði mér svolítið frá öllu og það er allt sem ég veit um Champions Tour.

Sp: Þekkir þú til Kapolei Golf Club, þar sem Pacific Links Hawaii Championship fer fram í þessari viku?

Vijay: Ég horfði á Pacific Links Hawaii Championship á síðasta ári í sjónvarpinu. Ég veit að það er vindur þar og flatirnar eru úr Paspalum.  Í síðasta skiptið sem ég lék á Paspalum flötum var á Kiawah Island fyrir síðasta PGA Championship. Ég tel að hvorug mótaröðin spili mikið á  Paspalum flötum. Þessu þarf að venjast, þannig að það er ástæðan fyrir að ég spila tvo hringi í Pro-Am í þessari viku.

Sp. Hvað hefir þú verið að gera upp á síðkastið og hvernig er leikur þinn nú þegar þú ert að byrja á Champions Tour?

Vijay: Ég hef verið svolítið í ræktinni en er að taka því rólega núna. Líkamlega var ég þreyttur eftir þetta ár á PGA Tour.  Ég hef tekið hlé og hef varið tíma með syni mínum Qass og hef hjálpað honum með golfleik sinn. Ég byrjaði að æfa aftur í síðustu viku þannig að vonandi er allt á sínum stað. Ég hef ekkert spilað síðan á Wyndham Championship.

Sp. Hvernig lýst þér á að fara úr 72 holu leikformi á PGA Tour í 54 holu leikjaform Champions Tour?

Vijay: Það er enginn niðurskurður þannig að það er hægt að vera agressívur frá fyrsta höggi. Fólk segir að það spretthlaup á Champions Tour vegna þess að þar eru leiknir 3 hringir í stað 4. Ég held bara ekki. Ég held bara að fólk verði að vera nógu stöðugt og spila sinn leik og ekki hafa áhyggjur af neinu öðru sem fram fer. Ef maður spilar nógu vel þá fellur allt í ljúfa löð. Í hverju móti,  sem maður tekur þátt í, þá mun einhver eiga  góða viku og maður verður bara að hafa engar áhyggjur af því. Ég hef spilað í nógu mörgum mótum til að gera mér grein fyrir að þetta er ekki eins hrings mót.

Sp. Hver eru framtíðarplönin? Muntu spila á fleiri mótum Champions Tour í ár?

Vijay: Ég hugsa að ég spili í nokkrum fleiri. Ég einbeiti mér bara að þessari viku og svo sjáum við til!