Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adam Örn Jóhannsson – 20. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Adam Örn Jóhannsson. Adam Örn er fæddur 20. september 1980 og er því 33 ára í dag. Adam Örn er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS).  Hann hefir sigrað í ýmsum opnum mótum m.a. haustmótaröð GVS 2011 og Opna Carlsberg mótinu hjá Golfklúbbi Hveragerðis 2012.

Adam Örn Jóhannsson · 33 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Marty Schiene, 20. september 1958  (55 ára); Becky Larson, 20. september 1961 (52 ára);  Jenny Murdock, 20. september 1971 (42 ára); Chad Collins, 20. september 1978 (35 ára) .

Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is