Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2013 | 18:30

Sögusagnir um framhjáhald Vonn

Allir vita að Tiger Woods hélt framhjá konu sinni Elínu Nordegren 2009, sem leiddi til skilnaðar þeirra hjónakorna.

Nú hafa nýjar sögusagnir farið á kreik um framhjáhald í sambandi Tiger og Lindsey Vonn …. nema nú  er það ekki Tiger sem á að hafa haldið framhjá heldur Lindsey.

Slúðurfréttablaðið The National Enquirer  birti þannig grein um að sést hefði til Lindsey Vonn á tónleikum með Justin Timberlake og JayZ í Miami, þar sem farið hefði ansi vel á með henni og manni sem ekki var Tiger Woods.

Lindsey var svo sannarlega á tónleikunum því stuttu eftir þá tvítaði hún eftirfarandi:

„Wow that was amazing! Best concert I’ve ever been to! #legends #bestrapperalive #jay-z @jtimberlake,“

(Lausleg þýðing: Vá þetta var æðislegt! Þetta eru bestu tónleikar sem ég hef farið á #legends #bestrapperalive #jay-z @jtimberlake,“)

Lindsey lét fylgja Instagram mynd af sviðinu – en hvað sem öðru leið þá kyssti hún víst þennan mann sem hún var með á tónleikunum ekki einu sinni og eftir að slúðurblaðið birti fréttina var allt borið tilbaka af umboðsmanni hennar.

Þannig sagði umboðsmaður Lindsey í viðtali við New York Daily News að „það væri ekki únsa af sannleik í þessari svo augljóslega tilbúnu frétt.“

Tiger Woods er nú við keppni í Atlanta á Tour Championship …. og Lindsey Vonn er þar með honum.

Kannski að fréttirnar af framhjáhaldi hans heitelskuðu hafi farið svona í taugarnar á honum, að þar með sé komin skýring á slæmum leik hans, en Tiger er nú í 3. neðsta sæti þ.e. 28. sætinu af 30 keppendum?