Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2013 | 15:30

Gísli í 1. sæti – Fannar Ingi í 2. sæti og Ísland í 3. sæti á U18 EM – Ísland komið áfram á EM!!!

Íslenska piltalandsliðið náði í dag 3. sætinu  í undankeppni Evópumóts pilta 18 ára og yngri eftir harða keppni við lið Portúgal.  Fimm bestu skorin eftir hvern hring töldu og aðeins þrjár af ellefu  þátttökuþjóðum komust áfram á Evrópumótið sem fram fer í Noregi að ári.  Þetta er stórglæsilegur árangur strákanna okkar!!!  Lið Íslands var á samtals 367 höggum en lið Portúgal á samtals 371 höggum á lokahringnum, en liðin voru jöfn í 3. sæti eftir 2. dag.

Samtals varð lið Íslands á 22 yfir pari.   Í 1. sæti í liðakeppninni varð lið Belgíu á samtals 17 yfir pari; í 2. sæti varð lið Wales á 18 yfir pari og lið Íslands tók bronsið á 22 yfir pari.   Í 4. sæti urðu síðan Finnar á samtals 24 yfir pari og lið Portúgala varð að sætta sig við 5. sætið á 26 yfir pari.

Íslenska piltalandsliðið

Íslenska piltalandsliðið

Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili hélt áfram að spila glæsilegt golf – varð í 1. sæti þ.e. sigraði í einstaklingskeppninni með skor upp á samtals 5 undir pari, 211 högg (72 69 70)!!!

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis lauk keppni einn í 2. sæti en hann lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum  (72 70 72). Frábært hjá Fannari Inga!!!

Sá sem ekki á hvað síst þátt í því að íslenska piltalandsliðið náði 3. sætinu er klúbbmeistari GK 2013, Birgir Björn Magnússon, en hann bætti sig um 6 högg á lokahringnum, eftir að hafa átt erfiða byrjun. Það er ekki hvað síst árangur hans sem varð til þess að lið Íslands vann lið Portúgal með 4 höggum!!!

Annars var hvergi að finna veika þætti í leik okkar stráka, stigameistarinn Aron Snær Júlíusson, GKG, lék jafnt og gott golf og Ragnar Emil Gunnarsson, GKG, lagði sitt til sigursins með frábærum hring í gær upp á 73 högg!!!

Henning Darri Þórðarson, GK, varð síðan  í 6. og síðasta sæti af íslensku strákunum.

Sætistala og skor strákanna okkar: 

1. sæti Gísli Sveinbergsson, GK, (72 69 70)

2. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, (72 70 72)

22. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG, (73 75 75)

32. sæti Ragnar Emil Gunnarsson, GKG, (77 73 77)

43. sæti Birgir Björn Magnússon, GK (79 79 73)  – Fór upp um heil 6 sæti – Frábær árangur!!!

52. sæti Henning Darri Þórðarson, GK (83 75 80)

Hér er hægt að sjá skor keppenda með því að SMELLA HÉR: