Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2013 | 17:00

Evróputúrinn: Fraser efstur

Marcus Fraser frá Ástralíu hefir tekið forystu á Opna ítalska í Tórínó, fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun.

Fraser er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 205 höggum (66 71 68).

Í 2. sæti á hæla Fraser eru Nicolas Colsaerts, Svíinn Joakim Lagegren og Francesco Molinari, allir á samtals 10 undir pari, hver.

Simon Thornton og Felipe Aguilar, sem leiddu í gær eru komnir niður í 5. sætið og eru hvor um sig á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna í heild fyrir lokahring Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta dagsins frá Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: