Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2013 | 20:50

Stenson eykur enn forystu sína

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson eykur enn forystu sína á Tour Championship.

Hann spilaði í dag á 1 undir pari og er nú á samtals 11 undir pari, 199 höggum (64 66 69).

Í 2. sæti, 4 höggum á eftir Stenson er Dustin Johnson, á samtals 7 undir pari og í 3. sæti á samtals 5 undir pari er Steve Stricker.

Tiger bætti sig enn um 2 högg þrátt fyrir meinta þreytu og sögusagnir um kærestu sína. Samtals er Tiger búinn að spila á samtals 3 yfir pari (73 71 69) og deilir 26. sæti.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn sem spilaður verður á morgun á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags Tour Champion SMELLIÐ HÉR: