Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2013 | 20:30

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1

Eiríkur var versti kylfingur klúbbsins.  Hann var að fara að slá í boltann.  Hann var með fæturnar í sundur, en bara rétt aðeins; hann horfði á boltann; en bara rétt aðeins; hann tók nokkur æfingavögg með drævernum; en bara svona rétt aðeins, síðan…. tók hann fulla sveiflu og……. hitti ekki boltann.  Í 4. sveiflu sinni rétt náði hann að hitta í boltann sem rúllaði u.þ.b. 5 metra niður eftir brautinni. Hann leit upp örvætingafullur og sá að ókunnur maður var að fylgjast með honum.  „Sjáðu nú til!“ hrópaði Eiríkur reiður. „Það eru bara kylfingar sem mega vera á þessum golfvelli!“ Ókunni maðurinn kinkaði kolli. „Ég veit herra minn,“ svaraði hann. „En ekki hafa áhyggjur ég segi engum neitt.“

Nr. 2

Það er almennt viðurkennt að golfleikurinn hafi ekki átt rætur sínar í Skotlandi. Enginn Skoti gæti nokkurn tímann upphugsað leik þar sem mögulegt væri að týna bolta!“

Nr. 3

Í höggleikskeppni lendir Frank í djúpum pottbönker á linksara sem hann rétt nær að líta upp úr. Fyrsta tilraun hans að koma boltanum upp mistekst. Hann slær í vegg bönkersins. Önnur tilraun, aftur í vegginn, þriðja tilraun aftur í vegginn fjórða tilraun og sú fimmta og allt á sömu leið.  Markús vinur hans spyr: „Hey, Frankie? Ertu búinn að skipta um íþróttagrein?“ „Af hverju? spyr Frank súr. „Nú “ segir „vinur“ hans „í augnablikinu lítur þetta meira út eins og Squash hjá þér!“