Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2013 | 12:15

Stenson í skýjunum – Myndskeið

Sænski Henrik Stenson vann ekki bara Tour Championship, þ.e. 4. mót FedExCup umspilsins, heldur vann hann líka rúman milljarð íslenskra króna, þ.e. bónuspottinn eftirsótta fyrir að vera í efsta sæti á FedExCup  stigalistanum. Stenson var að vonum í skýjunum eftir sigurinn og má hér sjá viðtal við kappann á East Lake í gær SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 21:49

Stenson milljarði ríkari!

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson sigraði í kvöld á Tour Championship, 4. og síðasta móti FedExCup umspilsins í East Lake, í Atlanta, Bandaríkjunum. Samtals lék Stenson á 13 undir pari, 267 höggum (64 66 69 68).  Með sigrinum varð Stenson efstur á FedEx Cup stigalistanum og hlýtur því bónuspottinn upp á 1,2 milljarð. Í 2. sæti á samtals 10 undir pari hvor voru Steve Stricker og Jordan Spieth, en sá síðarnefndi átti glæsilokahring upp á 64 högg. Einn í 4. sæti varð Webb Simpson, á samtals 9 undir pari, en hann átti líka glæsilokahring upp á 63 högg og var jafnframt á lægsta skorinu í kvöld.  Í 5. sætinu var síðan Dustin Johnson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 20:00

Viðtalið: Sigurpáll Geir Sveinsson, GK

Sigurpáll Geir Sveinsson var í golffréttum nú í s.l. viku þar sem hann hefir sagt upp störfum sem golfkennari hjá Keili, en þar hefir hann haft yfirumsjón með afreksstarfi og uppbyggingastarfi barna og unglinga klúbbsins og þar hefir hann náð árangri sem á sér vart líkan hér á landi.  Sigurpáll sem er m.a. formaður félags PGA golfkennari, hyggst halda áfram einkakennslu í golfi, en er að öðru leyti óráðinn hvað við tekur. Nú í vikunni birtist hér á Golf 1 viðtal við Sigurpál um viðskilnaðinn við Keili, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:    Hér er sjónum meira beint persónulega að fyrrverandi þjálfara afreksstarfsins hjá Golfklúbbnum Keili í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Michelle Berteotti – 22. september 2013

Það er Michelle Berteotti, sem er afmæliskylfingur dagsins. Michelle er fædd 22. september 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Berteotti spilaði 14 keppnistímabil á LPGA mótaröðinni, vann 1 mót og vann sér inn yfir $ 1.100.000 í verðlaunafé. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jerry Anderson 22. september 1955 (58 ára);  Philip Arnold Blackmar, 22. september 1957 (56 ára); Greg Bruckner, 22. september 1959 (54 ára); Rúnar Már Jónatansson, 22. september, GR, 1966 (47 ára); Mikaela Parmlid (W-7 módel), 22. september 1980 (33 ára);  Joaquin Estevez, (frá Argentínu), 22. september 1984 (29 ára) ….. og ….. Áslaug Þóra Jónsdóttir (21 árs) Ingolfur Theodor Bachmann (38 ára) Svanhvít Hallgrímsdóttir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 15:45

Nicklaus sannfærður um að Tiger muni slá risamótsmet hans

Af og til spretta upp vangaveltur um hvort Tiger muni takast að slá við meti Jack Nicklaus um sigur í 18 risamótum. Tiger hefir á þessum tímapunkti sigrað í 14 risamótum. Vangavelturnar um að Tiger takist ekki að slá við risamótsmeti Nicklaus virðast alltaf skjóta upp kollinum þegar hann er þreyttur, er illt í bakinu eða er hrjáður af einhverjum sögusögnum eins og þeim að kærestan hans sé að halda framhjá, líkt og nú þegar honum gengur ekki vel í Tour Championship, en hann er í 26. sæti af 30 keppendum fyrir lokahringinn. Einn er sá sem jafnharðann kemur Tiger til varnar og er alltaf jafnsannfærður um að Tiger muni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 15:30

Tour Championship í beinni

Nú er 4. og síðasta mót FedExCup umspilsins hafið á East Lake golfvellinum í Atlanta. Nú eru bara 30 bestu eftir og nr. 2 á FedExCup listanum, Henrik Stenson, efstur eftir 3. dag mótsins. Verður Stenson 1,2 milljarði ríkari í kvöld? Til þess að sjá Tour Championship í beinni SMELLIÐ HÉR:  Til þess að fylgjast með skori keppanda á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 15:15

Quesne sigraði á Opna ítalska

Það var franski kylfingurinn Julien Quesne sem vann annan sigur sinn á Evrópumótaröðinni á Opna ítalska í dag.  Áður hefir Qusne sigrað á Open de Andalucia mótinu 2012.  Julien fæddist 16. ágúst 1980 í Le Mans, Frakklandi og er því nýorðinn 33 ára. Quesne lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (70 68 71 67).  Hann átti 1 högg á Írann David Higgins og Englendinginn Steve Webster, sem deildu 2. sæti. Fjórir deildu 4. sætinu á samtals 10 undir pari hver þ.e.: Belginn Nicolas Colsaerts, Felipe Aguilar frá Chile, Emiliano Grillo frá Argentínu og Svíinn Fredrik Anderson Hed. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna ítalska Lindt SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 14:55

Hver er kylfingurinn: Webb Simpson? (3/3)

Árið 2012 í ferli Webb Simpson Simpson hóf keppnistímabilið 2012 á PGA Tour með því að landa 3. sætinu á Hyundai Tournament of Champions sem hann deildi reyndar með öðrum, en sigurvegarinn var Steve Stricker.. Hann varð síðan meðal efstu 10 bæði á Waste Management Phoenix Open og Transitions Championship. Síðan varð hann í 4. sæti á Wells Fargo Championship Simpson eftir að hafa verið í forystu fyrirr lokahringinn. Hann fékk skolla seint á lokahringnum og komst ekki í bráðabanann.  Þann 14. maí 2012 komst hann ekki í gegnum niðruskurð áThe Players Championship og þar urðu skiptin aðeins 18 sem hann komst sleitulaust í gegnum niðurskurð fram að því.  Þetta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 12:00

Landsliðsþjálfarinn ánægður með EM piltana!

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með frammistöðu piltana okkar sem tóku þátt fyrir hönd Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem lauk í Slóvakíu í gær. Piltarnir okkar stóðu sig frábærlega og tryggðu Íslandi eitt af þremur lausum sætum á Evrópumótinu pilta 18 ára og yngri sem fram fer í Noregi á næsta ári. Við heyrðum í kátum landsliðsþjálfara: „Maður getur ekki verið annað en ánægður og stoltur eftir þessa frammistöðu hjá strákunum. Markmiðið var að tryggja okkur eitt af þremur efstu sætunum og það tókst.  Finnar sóttu verulega áundir lokin en strákarnir stóðust álagið og náðu að landa þriðja sætinu. Þessi keppni er alltaf að verða sterkari og sterkari, það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2013 | 10:00

Open d´Italia Lindt í beinni

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Open d´Italia Lindt, sem fram fer í Tórínó á Ítalíu nánar tiltekið Golf Club de Torino. Meðal keppenda eru Retief Goosen, sem snýr aftur í keppnisgolf eftir 4 mánaða fjarveru og „heimamennirnir“ Matteo Manassero og Francesco Molinari. Það er Ástralinn Marcus Fraser sem leiðir fyrir lokahringinn, sem þegar er hafinn. Sjá má Open d´Italia Lindt í beinni með því að SMELLA HÉR:  Fylgjast má með skori kylfinga á skortöflu með því að SMELLA HÉR: