Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2013 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Webb Simpson? (2/3)

Árið 2011 í ferli Webb Simpson

Eftir að byrja keppnistímabilið 2011 vel með þremur topp-25 áröngrum á fyrstu 5 mótunum, fékk Simpson fyrsta tækifæri sitt til þess að vinna PGA Tour titil á Transition Championship, en hann fékk skolla á lokaholunni og tapaði með 1 höggi fyrir Gary Woodland.  Simpson komst jafnvel enn nær fyrsta PGA Tour titli sínum þegar hann tapaði í bráðabana fyrir Bubba Watson á Zurich Classic of New Orleans.  Kylfingarnir tveir voru báðir á 15 undir pari eftir 72 holur. Á 15. holu fékk Simpson hinsvegar 1 högg í víti þegar bolti hans hreyfðist aðeins þegar hann var að fara að slá. Þetta þýddi að Bubba gat jafnað við Webb Simpson og knúið fram bráðabana. Báðir kylfingar fengu fugl á 1. holu bráðabanans, en það var 18. brautin sem var spiluð aftur.  Watson setti niður 4 metra pútt og komst þannig á 2. holu umspils. Þegar þegar þeir spiluðu 18. holu í 3. sinn missti Simpson nákvæmlega sama fuglapútt sem Bubba hafði sett niður á 1. holu bráðabanans og Bubba stóð uppi sem sigurvegari.

Í júní 2011 spilaði Webb Simpson í fyrsta sinn í risamóti og náði T-14 árangri. Hann varð meðal 20 efstu á Opna breska mánuði síðar.

Simpson vann fyrsta titil sinn á PGA Tour á Wyndham Championship í Greensboro, Norður-Karólínu, þann 21. ágúst 2011 (En mótið var það fyrsta sem íslenskur kylfingur spilaði í, þ.e. Ólafur Björn Loftsson). Simpson átti 3 högg á George McNeill þar sem hann átti lokahring upp á 67 högg, en þar missti hann hvergi högg en fékk 3 fugla. Eftir að fyrsti sigurinn var í höfn á PGA Tour sagði Simpson: „Ég gæti virkilega ekki hugsað mér betri stað til þess að sigra en hér í Greensboro. Þetta eru líklega skemmtilegustu 18 holurnar sem ég hef spilað.“ Með sigrinum aðeins viku áður en FedExCup umspilið hófst fór Simpson í 3. sæti stigalistans.

Í september vann Simpson 2. mótið sitt á PGA Tour þegar hann vann Deutsche Bank Championship í FedExCup umspilinu. Hann vann Chez Reavie í bráðabana. Simpson setti niður 10 feta fuglapútt á 18. holu og þegar Reavie fékk skolla fóru þeir í bráðabana. Simpson setti niður 4 metra fuglapútt til þess að halda sér á lífi meðan Reavie fékk fugl.  Á 17. holu sló Simpson 2. högg sitt á par-4 holunni á innan við 3 metra frá holu og Reavie svaraði með því að setja boltann 5 metra frá holu.  Reavie rétt missti pútt sitt en Simpson setti sitt pútt niður. Simpson fór í 1. sæti FedExCup stigalistans í fyrsta skipti á ferlinum.

Simpson var líka meðal þeirra sem kepptu til úrslita á BMW Championship, áður en helgarskorið upp á 73 og 71 högg varð til þess að hann lauk keppni í 5. sæti. Bill Haas vann Tour Championship með 15 punktum en Simpson varð í 2. sæti en í lauk keppni í Tour Championship í 22. sæti af 30 keppendum.

Simpson var nálægt því að sigra í 3. sinn á McGladrey Classic í október en tapaði fyrir Ben Crane í bráðabana. Simpson missti 1 meters pútt fyrir pari á 2. holu bráðabanans og tapaði því fyrir  Crane. Með því að lenda í 2. sæti varð hann í 1. sæti peningalista PGA Tour þegar aðeins var 1 vika eftir af keppnistímabilinu. Luke Donald sem var í 2. sæti peningalistans vann hins vegar síðasta mót keppnistímabilsins; Children’s Miracle Network Hospitals Classic og náði 1. sætinu af Simpson, þannig að Simpson lauk keppnistímabilinu 2011 í 2. sæti peningalista PGA Tour, en á árinu hafði hann komist 23 sinnum í gegnum niðurskurð af 26 mótum sem hann lék í, en á þeim tíma vann hann sér inn yfir  $6 milljónir í verðlaunafé.

Í nóvember lék Simpson í liði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum í fyrsta sinn á ferlinum. Árangur hans þar 3–2 hjálpaði liði Bandaríkjanna að sigra Alþjóðaliðið 19–15.