Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2013 | 23:15

Stenson efstur í hálfleik

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er efstur á Tour Championship á East Lake í Atlanta nú þegar mótið er hálfnað.

Stenson er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 130 höggum (64 66).

Fast á hæla Stenson í 2. sæti er Adam Scott sem leikið hefir á 6 undir pari, 134 höggum (65 69).

Í 3. sæti er síðan yngsti keppandi Tour Championship, Jordan Spieth frá Texas á samtals 5 undir pari, 135 höggum (68 67).

Tiger bætti sig um 2 högg frá því í gær er á samtals 4 yfir pari, 144 höggum (73 71) og munar 14 höggum á honum og Stenson.  Tiger er í 3. neðsta sætinu sem stendur, er T-26.

Til þess að sjá stöðuna þegar Tour Championship er hálfnað SMELLIÐ HÉR: 

Til að sjá hápunkta 2. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: